Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 206
438
RITSJÁ
eimreiðin
Og svo sættir vonin um betri tilveru mennina við erfið lífskjör:
Bera skait þú höfuð hátt,
heims þó lánið þverri,
því í vændum eflaust átt
ekki líðan verri.
(Póröur Einarsson).
Sýnist víða sælu rýrð;
sorgin flesta mæðir. —
Lengst í fjarskans Ijósadýrð
ljóma Sigurhæðir.
(Elín Jónsdóttir).
Svipaða sögu hefur Oísli Helgason að segja í vísunni um veröldina:
Veröld rýran veitir yl,
volkar dýran anda;
af því flýr hann einatt til
æfintýralanda.
Æfintýralöndin og ijósadýrð fjarskans er líka hvorugt svo fjarri, einS
og virðist, því:
Borðin hýðir báruflaumur,
byrinn stríður greiðir för.
Áfram líður æfistraumur,
ekki bíður tímans knör.
(Steinn K. Steindórsson).
Og að leiðarlokum gleymist hið liðna fyrir fegurð nýrrar jarðar:
Vfir sjónum geislar gá,
gimi bláinn kynda:
Sólarbráin signir há
silfurgljáa tinda.
(Steinn Sigurðsson).
Sigurjón Friðjónsson ann því flestu fremur að kveða um náttúruna
og fegurð hennar. Og hann leitar uppi fegurstu orð tungunnar og klið
mýkstu bragarhættina:
Logasíjur leyftra’ á ný
ljósi’ um slý og gjögur.
Eldi vígir aftanský
eygló hlý og fögur.
Sól í fangi víðavang
vermir iangar stundir;
lög og tanga, lón og drang
leggur vanga undir.
Páll á Hjálmstöðum beitir rímleikni sinni aftur á móti aldrei betur en
þegar hann yrkir um gæðingana. Þessar vísur fær Gráni:
Hálsi lyfti listavel,
löppum klipti vanginn;
taumum svifti, tugði mél,
tölti’ og skifti’ um ganginn.
Margir njóta inni-yls,
unaðsbót þar finna.
Nístur róti norðanbyls
naut ég fóta þinna.
Stundum deila alþýðuskáldin óvægið á samtíðina, eins og þessi vlS
eftir Jósep Húnfjörð ber með sér:
Heimskan krýnir hauðrið þvera,
hér er fínast: ekkert gera,
fleka, pína, falsa, þéra,
fremur sýnast en að vera.