Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 38
270
KREPPAN OQ LÖQMÁL VIÐSKIFTANNA eimreiðiN
kaupstaðina og sjávarþorpin hefur líkst á í vorleysinguin.
Þýzkir bændur höfðu þangað til fyrir skömmu, þúsundir
verkamanna, vér mundum segja kaupamanna, á hverju
sumri í þjónustu sinni. Þangað til innflytjendahöftin voru sett
á í Ameríku, streymdu árlega miljónir verkamanna frá hinum
gamla til hins nýja heims. En það sýnir sig hér sem annars-
staðar, að lögmál viðskiftanna lætur ekki að sér hæða. Þó er
ekki þar með sagt að nauðsyn krefji ekki oft fórn þess á
altari annara verðmæta, t. d. þjóðernislegra í þessu tilfelli*
Ameríska stjórnin tók í taumana með innflutning erlendra
verkamanna, til að vernda innlenda verkalýðinn fyrir sani'
keppni þeirra. Þessi eina stíflun hringrásarinnar hafði í
með sér, að ameríski iðnaðurinn varð ekki samkeppnisfsi’ u
heimsmarkaðinum, launaliður framleiðslunnar var mikið hærr1
þar en víðasthvar annarsstaðar. Af þeim ástæðum varð Ame-
ríka að innleiða háa tolla, og vélaiðjan greip þar um sig eins
og eldur í sinu. Auk þess, sem neyzlukostnaðurinn varð þar
af leiðandi mjög hár í Vesturheimi, og því ágóðinn fvr‘r
verkamenn af hinum óeðlilega háu launum frá byrjun tvísým1’
er Ameríka nú, þrátt fyrir auðlegð sína, eitt þeirra landa»
sem harðast verður úfi af völdum heimskreppunnar. Þessi
ráðstöfun, innflytjendahöftin í Bandaríkjunum, falsaði verð
vinnukraftsins á heimsmarkaðinum og þar með mikilsvarðandi
kostnaðarlið heimsframleiðslunnar. Afleiðingin hlýtur að vera
djúpt ósamræmi viðskiftanna og því mikilvæg orsök til trufl'
unar þeirra, til kreppunnar. Þetta er ekki eina heldur eift
áðaldæmið af þessu tæi.
Aður en vér förum lengra, viljum vér vekja athygli á þv*’
að þegar talað er um atvinnuleysi í sambandi við útbreiðslu
vélaiðjunnar, skiftir miklu máli, á hvaða sviði þessar verklegu
framfarir eiga sér stað. Um leið og þær minka kostneðinn
við framleiðsluna og því óbeinlínis auka atvinnumöguleikana>
geta þær jafnframt beinlínis skapað nýjar atvinnugreinar. Hið
síðara er t. d. tilfellið við bættar samgöngur. Nægir J
sambandi að minna á járnbrautirnar og bifreiðarnar, lagningU
járnbrautarteina og vega. Þessar verklegu framfarir og frani'
leiðslubætur auka atvinnuna um leið og þeim er komið >
framkvæmd. Öðru máli skiftir um framfarir innan gamallar