Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 181
ÍEIMREIÐIN
KREUTZER-SÓNATAN
413
upp í birtuna. Ég gat að minsta kosti ekki séð annað hreyfa
sér hið innra með konunni minni en ótta og hatur, en það
voru líka þær einu tilfinningar, sem ástin til annars manns
9at vakið í brjósti hennar til mín. Ég hefði því ef til vill
haldið mér í skefjum og ekki gert það sem ég gerði, ef hún
hefði að eins þagað. En í stað þess greip hún um hönd mína,
sem hélt á rýtingnum, og sagði með ákefð:
»Gáðu að hvað þú gerir! Það hefur ekkert gerst milli mín
09 hans! Ég sver þér, að ég segi satt!«
Eins og ég sagði, hefði ég ef til vill hætt við að fram-
kvæma áform mitt, en þessi orð hennar heimtuðu svar. Ég
býddi þau algerlega gagnstætt því sem þau hljóðuðu, þ. e. a s.
þannig, að það sem ég óttaðist mest, hefði þegar gerst. Og
svarið hlaut að verða í samræmi við þá geðshræringu, sem
ég var kominn í og stöðugt jókst og magnaðist, unz hún
hafði náð hámarki. Bræðin lýtur sínum lögmálum, eins og
allar aðrar geðshræringar.
»Hættu þessari lýgi, kvenndjöfull!* grenjaði ég, froðufell-
andi af reiði, og reyndi um leið að halda báðum höndum
hennar föstum með vinstri hendi. En þar sem hún reif hend-
urnar lausar á víxl, varð ég loks að gefast upp við þetta.
Eg slepti þó ekki rýtingnum, en greip nú með vinstri hendi
fyrir kverkar henni, velti henni á bakið og gerði mig líklegan
hl að kyrkja hana. Hvað mér fanst háls hennar harður við-
homu! Hún læsti báðum höndum um hönd mína og reyndi
að losa sig, og svo sem eins og ekki væri seinna vænna
notaði ég tækifærið til að reka rýtinginn á kaf í vinstri síðu
hennar, rétt neðan við brjóstkassann . . .
Það er ekkert annað en lýgi, þegar menn þykjast ekki
^una það, sem þeir gera í bræði. Ég mundi hvert atvik og
misti aldrei nokkurt augnablik sjónar á því, sem ég var að
9era. Því meir sem ég kynti elda reiðinnar, þeim mun skýr-
ar> varð meðvitund mín, svo að birtu bar af út í hvern af-
hyma sálar rninnar, þannig að ekkert fór fram hjá mér af
K sem ég gerði. Ég segi ekki, að ég hafi séð fyrir hvað
e9 mundi gera, en um leið og ég gerði það, eða jafnvel áður,
vissi ég hvað það var, svo ég hefði getað séð mig um hönd
a síðustu stundu, ef ég hefði viljað. Ég vissi, að ég miðaði