Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 20
252 BJÖRNSTJERNE BJÖRNSON ElMREiÐirT
Þá lá djúpur snjór yfir öllu, og stundum varð fannfergjan svo
mikil að úthýsi öll fóru í kaf, en garðar og runnar hurfu i
fönn, svo ekki stóð annað upp úr hvítri fannbreiðunni en
topparnir á birkitrjánum. Leikfélagar voru engir. Einu vinir
hans voru hundur, sem kendi honum að hnupla sykri, kötturr
smágrís og hesturinn Blakkur, sem hann dáði og varð fyrsta
hetjan hans. Með þessum vinum sínum þoldi hann bæði saetj
og súrt. Þegar hann var sex ára gamall fluttist faðir hans '
Raumsdal, sem er eitthvert fegursta hérað í Noregi. Þar
teygja há, snævi þakin fjöll tindana upp móti himni, en
djúpir, bláir firðir liðast inn í landið. Þarna eignaðist hann
leiksystkin, pilta og stúlkur á sama reki og hann, og þarna
kyntist hann Iífi og hugsunarhætti norsku bændanna. I fyrstu
sveitalífssögunni sinni, Sigrúnu á Sunnuhvoli (1857), sem er
full af æsku og unaði, lýsir hann blátt áfram hversdagsaef'
bændafólksins og þykir meira að segja engin minkun að þyI
að tala um jafn-óskáldlegar og hversdagslegar skepnur eins
og kýrnar. í fjölbreytilegum myndum lýsir hann siðum og hátt-
um í brúðkaupum og veizlum, skáldlega og af næmri tilfinninSu
segir hann frá lífi þeirra Sigríðar og Ingiríðar, þar sem þær
gæta búsmalans inni á milli fjallanna og Ieika sér, syngja °S
danza úti í einveru öræfanna og hinna stórvöxnu skóga.
Sagan markar auk þess ný tímamót að því er til mannlýs'
inganna kemur og þróunar skapgerðarinnar, vegna með'
fæddra hæfileika og baráttu, og einnig að því er kemur ti
þeirrar miklu þýðingar, sem náttúran hefur fyrir tilfinninSar
mannanna og alt sálarlíf. Það er athyglisvert að Björnson,
hið mikla skáld ljóssins, sólskinsins og eldsins í mannsálun-
um, byrjar fyrsta fullgerða skáldverkið sem hann samdi, með
því að lýsa staðnum háa með víðáttumikla útsýnið, staðnunn,
»sem geislum stafar á frá sólarupprás til sólseturs . . . Sunnu
hvoli, þar sem lagði síðast snjó að á haustum, og þar seifl
fyrst leysti undan fönn á vorin«.
Þarna elst Sigrún litla upp, mærin milda og lundlétta, þarna
hittir hún Þorbjörn, þenna óstýriláta og ofsafengna pilt, seIT1
elskar hana þegar við fyrstu fundi. En það er ekki fyr en hann
réttir versta óvini sínum höndina til sátta, fyrir áhrif frá Sigrun11’
að ást hennar fær unnið bug á seigri mótspyrnu foreldranna.