Iðunn - 01.06.1886, Page 10
804
Jónus Jónasson:
bannsyngja hreppstjóranum, af því að hann hefði
látið sér þú óhæfu um munn fara, að segja, að fá-
tæklingar ættu að spara við sig kaffið.
— Sólin stafaði ljómandi og fögur geislum sínum
ofan á fjöllin og jöklana austr frá, og var gengin
nær dagmálastað; sláttumennirnir þöndu sig á tún-
unum á kotunum í kring um Gerði; það hvein svo
hátt í skárunum, að það heyrðist á milli bæjanna.
Ærnar voru að renna úr kvíunum í langri halarófu
út í móana og holtin, og unglingar á eftir þeiin.
þ>að var kyrð, friðr og blíða yfir öllu.
Túnasláttrinn var nýbyrjaðr.
|>að var eins og fólkið lóki sér að vinnunni i
blíðviðrinu, þó að það væri nokkuð heitt; slægjU'
blettirnir voru óðum að stækka.
Um þetta leyti var Björn að sækja sér góða
daginn og kom lit á hlaðið í Gerðum. Iíann
geispaði fyrst lengi og rölti síðan vestr fyrir bæjar-
vegg.
|>egar hann var ögn búinn að jafna sig, í°r
hann að heyra betr, og heyrði þá hvininn í skar-
unum á kotunum í kring.
»Hvaða bölvuð læti eru í mönnunum, — a, hver
er þarna? Jón á Barðinu búinn að taka kaupa-
mann; þeir eru nógu stimamjúkir við hann í hreppS"
nefndinni að skaffa honum kaupamann, þó að eg
megi hanga einn með alla rnína vesöld«.
Með þenna lestr fór hann inn.
|>að var ekkert skemtilegt að koma í baðstof-
una. Blest af fólkinu lá í rúminu, nema jporbjorgi