Iðunn - 01.06.1886, Page 11
Björn í Gerðum.
305
hún var að liita ketilinn í eldhúsinu, og tvær elztu
dætrnar; þær voru að mjólka kýrnar.
Arni lá þar í rúmi fram við stafninn og hallað-
ist upp við dogg; hann var altaf smáhóstandi, og
stundi við; hann var allr löðrandi sveittr, .og var
mjög ómótt.
Honum hafði farið dagversnandi síðan hann kom
heim; hann hafði öll einkenui hinnar svæsnustu
sullaveiki, bæði í holinu og líka í lungunum.
»Ekki mun þér batna heldr enn vant er, það
mun ganga svo«, sagði Björn þegar hann kom inn,
og fleygði sér um leið aftr á bak upp í rúm sitt.
»Ekki finst mér það, hóstinn hefir verið mér
með erfiðasta móti í nótt«.
»Jú, og nú eru þeir faruir að ólmast í túnunum
hérna í kotunum í kring«.
Arni jankaði við því.
»Eg má til að fá mór kaupamann; hann Jón á
Barði er búinn að taka kaupamann, lireppstjórinn
hefir víst sent honum hann«.
»Jú, hann getr nú heldr ekkert unnið sjálfr, enn
börnin mörg«.
»Já, ekkert unnið sjálfr — enn er það ekki cins
um mig, sem er orðinn aldeilis frá með að vinna.
Gigtin er svo búiu að koma við bakið á mér«.
Arni svaraði engu, enn hóstaði við.
»Eg sé eklti að það dugi annað enn fara að
sækja læknirinn, ef þessu heldr svona áfram, því
ekkert hefir þér víst batnað af þessu gutli frá hon-
Um, sem kom um daginn«.
»Æ, ekki finst mér það«.
Iðunn IV. ilO