Iðunn - 01.06.1886, Page 14
308
Jónas Jónasson:
|>að var ekki ófróðleg sjón fyrir lækninn að
koma í baðstofudyrnar.
Baðstofan var í tveimr stafgólfum, og voru sín
tvö rúmbælin undir hvorri hlið; hún var með mold-
argólíi; þiljum var slegið fyrir beggja megin við
baðstofudyrnar, og hurðarfiak fyrir á leðrhjörum;
fyrir framan var gólf, sem svaraði hálfu stafgólfi ú
lengd.
Fyrir ofan rúmin var slegið tveim fjölum, til að
hylja veggina.
Upp yfir voru leifar af gamalli skarsúð, enn svo
var hún fúin, að hún bungaði inn á milli sperr-
anna; sumstaðar voru partar af borðunum dottnir
úr, og hjengu þar inn torfur úr þekjunni, hálfvotar
og hvítar af mvglu.
Gluggi var á framstafni með fjórum rúðum U
flestar voru þær sprungnar, enn eina vantaði hálfa;
upp í gatið var stungið gömlum barnsskyrturæfli-
Arni lá í rúminu við stafninn til hægri handar;
hann snori sér til veggjar og mókti.
A rúminu á móti honum sátu tvær elztu systr
hans; önirur var að bæta sokka, hin að hekla.
I fremra rúminu til hægri handar voru tvær
yngri systr hans; önnur þeirra var sex vetra, hin
fjögra.
þær húktu hver á móti annari upp í bælinu, og
höfðu á milli sín móstrútóttan hvolp, rúmlega
hálfvaxinn.
f>ær héldu höndum saman yfir hvolpinn og roru,
og sungu hvað af tók þessa gömlu íslenzku hrak-
bögu, með barnaframburði sfnum:
Fadd’ í att o’ óu,