Iðunn - 01.06.1886, Page 16
310
.lónas Jónasson:
um einlœgir sullahnútar; hann gekk líka úr skugga
um það, að lungun voru öll spilt af því sama.
Hann þurfti ekki lengri bið til þess að sjá, að
Arni var gersamlega ólæknandi.
Orsakirnar gat hann farið nærri um af því sem
hann sá, þegar hann kom inn.
Hann fekk Arna einhver meðul, friðandi og
styrkjandi meðul, til þess að reyna að firra hann
kvölum þann tíma, sem hann ætti eftir ólifað.
Björn hafði verið frammi á meðan læknirinn
talaði við Arna.
Nú kom hann inn og jporbjörg móð honum.
»Farðu og sæktu fram spón í ask handa honum
pápa», sagði jporbjörg lágt við eldri stúlkuna ; hún
þreif þegar askinn, sem Kópi var að sleikja áðr, og
fór fram með hann.
þorbjörg vatt sér nú að kistlinum, sem var í rúms-
endanum, og setti á hann ketil og könnu; svo fór
hún fram aftr, og kom með bollapör tvenn.
Hún fór svo að setja saman kaffið.
Svo tók hún bollapörin, og fór að fægja þau á
svuntuhorninu sinu; þar sem ekki vildi ganga vel
af þeim, brá hún á tungunni og vætti þannig; sv0
þegar það var búið, tók hún stóran sykurmola upp
úr vasa sínum, rétti Birni hann og sagði:
»Eg treysti mór ekki til að bíta þetta».
|>að bar þá tvent að í einu : kona hans rétti hon-
um sykrmolann, og dóttir hans kom með ask að
framan. Iíann tók fyrst við askinum, og setti
hann í rúmshornið hjá sjer; svo tók hann við mol-
anum, tók hníf upp úr vasa sínum, og lagði mol-
ann á rúmbríkina; síðan setti hann hnífitm á mol-