Iðunn - 01.06.1886, Page 19
Björn í G-erðum. 313
»Nei, ekki núna», svaraði læknirinn, »verið þér
sælar».
Svo kvaddi hann í baðstofunni.
Hann kastaði kveðju á telpurnar og hvolpinn í
rúminu, enn þær svöruðu með því einu, að hrína
hátt upp yfir sig og bylta sér upp í hornið eins
og áðr.
Enn rétt í því að læknirinn var að fara fram úr
baðstofudyrunum, sagði Björn :
»Eg held það sé þá fífa aftan á lækninum, eg ætla
að taka hana», og svo tíndi hann nokkura gráa
smáhnoðra aftan af kápunni hans.
|>að var oft svo í Gerðum, þegar heldri gestir
komu, t. d. þegar prestrinn var að húsvitja, að
það þurfti að tína af þeim fífuhnoðra um leið og
þeir fóru.
Um leið og læknirinn kvaddi, spurði Björn hann
að, hvort Arni mundi ekki koma svo fljótt til, að
hann gæti slegið eitthvað í sumar.
»jpað er ómögulegt», svaraði læknirinn.
»Hvað kostar þá ferðin og meðulin ?»
»Ejórar krónur og fimtíu aura».
»það er svo; hreppstjórinn borgar það víst».
»Eg bjóst lílca við því, að leita þess þar».
»Jæja».
Svo kvaddi læknirinn og reið burt.
jpegar Björn kom inn, var hann í illu skapi.
»jpað er skárri læknirinn, andskotinn svarna; það
er eins og vant er að loita til þeirra, og svo ónot
og stolt í tilbót».
»Og vilja ekki kaffið hjá okkur!» sagði jporbjörg;