Iðunn - 01.06.1886, Page 23
Björn í Gerðum.
317
hafði lækninum ekki gotað tekizt að lækna liann
að fullu ; hann gat varla hrært sig fyrir bakverk.
Hann var búinn að liggja svona á aðra viku.
jpegar fréttist til Asmundar, sendi hann þegar
eftir honum.
Hann kom þangað, lét meðul, og Iíristinn komst
á fætr eftir þrjá daga.
Honum dvaldist nokkura daga þar upp um bæ-
ina, enn þegar hann fór ofan hjá aftr, var setið
fyrir honum emhverstaðar til að fá hann til að koma
við í Gerðum.
]pegar þangað kom, var Björn gamli úti að leggja
á ljáiun sinn. Hann gekk út á rnóti homöopat-
anum.
Jpeir höfðu þekzt vel fyrir fáum árum; eigi að síðr
kastaði Asmundr kveðju á hann þannig:
»Sælir verið þér nú, Björn minn !»
Björu bjóst ekki við þéringum af Asmundi, og
varð því að orði: »Kondu — sælir».
Svo bauð hann þeim inn.
Hann vísaði fylgdarmanninum til sætis hjá sér
á bólið, enn Asmundr taldi sér sjálfsagt, að setjast
lijá sjúklingnum.
»Mikið er Arni minn lasinn altaf, og fer sýnist
mér heldr versnandi; eg er búinn að fara tvisvar
til læknisins, og sótti hann í öðru siuni, og það
gerir ekkert að».
Arni hallaðist upp við dogg í rúminu; honum
var þungt um að anda, og suðaði hrygla fyrir brjóst-
inu; við og við kom hægr hóstakjöltr.
Hann var ekki orðinn nema skiuin beinin.