Iðunn - 01.06.1886, Page 34
328
Jónas Jónasson :
»Eg, eg held þér ætti að vera kunnugast urn það,
að eg hefi unnið baki brotnu fyrir þessum hóp mín-
um með heilsulausa konuna; fyrir það er eg uú
orðinn eins og eg er«.
»Enn mér þykir þú verða heldr dýr sveitinni: þú
ert þyngstr allra þetta árið«.
»Já já, ætl’ það só mikið meira enn þessi úttekt
og krónurnar í vor af gjafapeningunum sælu, sem
hvergi sjást, og svo styrkr handa kaupamanninum
í sumar, og svo meðulin handa honum Árna sáluga«.
»Já, er þetta nú ekki alt nokkuð?«
»Eg kemst ómögulega af með það, þú sér það
sjálfr«.
»|>ú ert nú búinn að fá frarnt að fjörutíu krónur
af gjafafé og í meðalakostnað og svo 240 fiska handa
kaupamanninum; þetta finst mér nú vera allt
nokkuð«.
»Já, hvað sem því nú líðr, þá annaðhvort verð
eg nú að drepast, eða fá alt að tveim tunnum af
kornmat í haust, og svo ögn af kaffi og tóbaki, þeg-
ar eg fæ ekkert úr sjó í vetr«.
»Eg held þú gætir nú róið sjálfr í vetr, eg held
það væri ekki ofverkið stelpnanua að gegna þessum
fúu skepnum«.
»þ>ið eigið bágt með að trúa því að eg sé ekki
fær um alla vinnu, nei, mér er orðið ómögulegt að
róa hvað feginn sem eg vildi«.
»|>ú hefir nú aldrei nent því um þína daga«.
»Og lýgrðu það, eg rori sjö vertíðir meðan eg
þoldi það«.
•Ætl’þú hefðir ekki þolað þá áttundu?« svaraði hrepp-
stjórinn, stóð upp og tók bók og leit í hana. *Enn