Iðunn - 01.06.1886, Page 35
Björn í trerðum.
329
livað sem því líðr nú, þá verðum við að taka þig-
upp, og setja stelpurnar í vinnumennsku, og kerl-
inguna og krakkana á hreppinn, ogláta þig sjá fyrir
þér sjálfan«.
»Eg lield eg reyni að búa á meðan eg get; lík-
lega verðr hitt ekki léttara fyrir ykkur, góðu menn;
enn þið gerið ykkar vísu við okkur fátæklingana, eins
og þið eruð mennirnir til«.
»Nú—hvernig á að fara að því, þegar þið eyðið
heilu ómagaframfæri í kaíii og tóbak?«.
»Yið höfum enga heilsu, ef við höfum það ekki;
við megurn til«.
»þú hefir nú lengi verið og verðr líklega lengst
versti klettrinn, sem á okkur liggr hérna í sveitinni;
það á ekki af okkur að ganga«.
»það er nú ekki til neins að tala um það; enn
skylcli eg eiga von á að fá eitthvað ?«
»Ætl’ við megum ekki til?; það ereftir nokkuð af
gjafapeningunum; við ætlum nú að kaupa fyrir það
kornmat, og svo verðr því skift á milli þeirra, sem
lielzt þurfa; þú fær líklega eitthvað af því«,
»Og ekki annað ?«
»Hvað svo sem annað?«
»Eg má til að fa dálítið í úttekt eða peningum«.
»Nei, þú tókst tóman óþarfa í vor«.
»Já, við komumst ómögulega af; eg vildi þú værir
orðinn eins fátækr eins og eg svo sem eitt ár til
þess að reyna hvernig það er«.
»Að minsta kosti skyldi eg ekki þá liggja í leti
og ómensku og byrja á því að taka út eintóman
bölvaðan óþarfa«.