Iðunn - 01.06.1886, Síða 36
330
Jónas Jónassóu:
»Ætl’ }dú ynnir mikið með bakverkinn, sem ]pú
hafðir í sumar?«.
»J>ú hefir nú ekki heldr haft af honum að segja;
enn þú getr ekki fengið rneira enn komið er, og
svo svo sem hálftunnu eða svo af kornmat; það er
svo þuugt á sveitinni hérna».
»Jæja, það tekr því þá ekki að tala um það, og
vertu sæll».
Og áðr enn Kristinn vissi, hvaðan á sig stóð veðr-
ið, var Björn rokinn út úr stofunni, og koininn á
bak hesti sínum og riðinn burt.
Daginn eptir lagði Björn af stað að finna sýslu-
manninn.
Hann rrtlistaði það fyrir honum, hvílíkum ókjör-
um hann yrði að sæta af sveitarstjórninni heirna;
hann bar fátækt sína, vesöld, missi, börn og bág-
indi svo fram, eins og sá, sem hefir orðið fyrir
hinu sárgrætilegasta ranglæti af guði og mönnurn.
Sýslumanninum fanst hann hafa á réttu máli
að stauda, og lofaði honum góðu um það, að skrifa
sveitarnefndinni til áðr en niðrseta færi fram og
uiðurjöfnun.
Björn reið heim með þessi skil, og var hinn kát-
asti með sjálfum sér; nú vissi hann, hvarhann ætti
að leita réttar síns, ef hann þyrfti.
Hann reið hægt heim um kveldið, og var orðið
framorðið, er hann kom heim ; tungl óð í skýjum
og veðr var ið fegrsta. Hann spretti af Faxa sín-
um, fleygði hnakknum á bæjarkampinn og hleypti
svo Faxa iit á túnið.