Iðunn - 01.06.1886, Page 42
336
Fundin Madeira.
ar, hið hreina og óspillta hjarta var það, er kveikti
ástina í brjósti hans. jpað var og eins fyrir Onnu;
þau höfðu alizt upp í nágrenni og verið leiksyst-
kin meðan þau voru börn, og þótt vænt hvoru um
annað.
Anna vissi vel, að föður sínum mundi mislíka, ef
hún lofaðist Eóbert án vitundar lians, en hjelt þó
að hún gæti unnið hann til þess að leggja samþykki
sitt á hjitskap þeirra. Var það því einn dag, að
hún gekk inn til föður síns, og sagði honum eins og
var um ást þá, er þau Róbert báru hvort til annars,
og bað hann veita samþvkki til ráðahags þeirra.
Dorset gamli vildi eigi styggja dóttur sína og tók
því eigi mjög fjarri málum þeirra, en kvaðst þó hafa
ætlað að gipta hana auðugra manni, en Róbert væri,
og kvað sjer alls eigi líka ráðahagur sá. Skömrnu
síðar fór hann á fund Játvarðar konungs þriðja
(1327—1377),ogkom svo máli síuu við konung, að
hann setti það nýmæli um hjónaband, að bannaður
var hjúskapur milli landeiganda ogleiguliða; varð-
aði það fangelsi og eignamissi, ef brotið væri, og
átti mikið af sektafje því að ganga til krúnunnar.
Með tilskipun þessari var fyrir það girt, að þau
Róbert og Anna mættu eigast; en samt sem áður
fundust þau opt á laun við Dorset gamla og varð
hann áskynja um það nokkuru síðar. jpótti honum
þetta vera brot á móti tilskipun konungs og ljet því
taka Róbert og hneppa í fangelsi, en Onnu dóttur
sína gipti hann kunningja sínum af auðmannafiokki,
er átti heima í Bristol. þegar Róbert var látinn
iaus aptur, var hann, eins og nærrimá geta, afhuga
þvf, að geta fengið Önnu, er þá var gipt, og fór