Iðunn - 01.06.1886, Page 56
i’undin Madeira.
ÖÚO
haf hinum meginn við landið, og mundi þetta því
vera eyland og eigi alllítið. Stigu þeir síðan á bát-
inn og reru út aptur til skipsins og undu upp segl
til þess að sigla umhverfis eyna. |>egar þeir sigldu
vestur með eynni, sáu þeir, hvar oddi einn gekk
fram, en fyrir vestan hann var láglendi og strend-
ur fagrar með sjó fram. f>ar gengu þeir á land,
er fjórar ár fjellu til sjávar. Sargó fyllti þar fiösku
eina af vatni til að þess að sýna með því
Hinriki konungi hollustu sína. Skammt þaðan
var dalur einn þakinu afar-stórvöxnum skógi, og
var nokkuð af honurn fallið af fúa og elli. Sargó
tók tvö trje og gerði af kross og reisti liann upp
á oddanum við sjó fram. Stað þennan nefndi hann
Santa-Cruz (krossinn helga).
jbótt ey þessi væri óbyggð, var hún þá hvervetna
hin frjósamasta; jarðvegurinn var frjór og grashagar
fagrir innan um skógiun. Fyrir því kom Sargó til
hugar, að velja þar einhvern fagran völl fyrir ný-
lendustað handa Portúgalsmönnum, en alstaðar
var skógurinn svo þéttur, að eigi var hægt að fá
húsastæði; fór hann því víða um eyna og valdi
loks bæjarstæði þar sem skógurinn var smærri en
annarstaðar og eigi eins þjettr. |>ar spratt mikið
af fennikels-jurt. Var þar reistur bær og kallaður
Funchal (eptir jurtinni).
Nii Iiafði Sargó skoðað eyna og valið þar bæjar-
stæði. Eyjan var fjöllótt og voru þar eldgígir
iniklir, en þó útbrunnir; þar voru og margar ár og
6tríðar, og féllu niður um skóglöndin til sjávar.
f>egar þeir Sargó liöfðu skoðað eyna eins og þeim
líkaði, sigldu þeir heim til Portúgals, en fermdu áð-