Iðunn - 01.06.1886, Page 58
Þjóðlyfið.
Eptir
cFt. (Fticdcti C'fa.
jq, aðer undravert.að nokkur maður skuli framartrúa
á þessi læknislyf, sem auglýsingar í öllum blöð-
um segja vera allra meina bætur. þó að þau kæmu
ekki nema að helmings notum við það, sem þau
eiga að gera, mundi enginn sjúklingur hafa til verið
í mörg ár um allan heim. Læknarnir mundu fara
á húsganginn, lyfin liggja óhreyfð hjá lyfsölunum
•og grafarmenn eiga náðuga daga.
þeir, sem blanda þessi lyf, vita sínu viti; þeir
vita, að mikill hluti mannkynsins er auðtrúa, og á
því byggja þeir gróðavon sína. Naumast verður
nokkur sjúkleikur nafni nefndur, að eigi sjeu þetta
tuttugu lyf eða enn fleiri auglýst við honum í
hverju blaði, með stórkarla-letri, og ef það væri ekki
margreynt, að nenginn dauðanum ver«, mundu
lyfin gegn honum að minnsta kosti ná þúsundinu
að tölunni til.
Yfir höfuð er allt undir því komið, að fjöldinn
trúi á lyfin og kaupi þau, en alls ekki hinu, hvort
nokkuð gagn er að þeim; þau eru ekki annað en
gróðavegur, og eiga heldur ekki að vera annað.
Vjer ætlum hjer að segja getnaðarsögu eins af
þessum lyfjum, til fróðleiks þeim, er trúa á ágæti
þeirra.