Iðunn - 01.06.1886, Page 59
353
Fr. Friedrich : fjóðlyfið.
I bænum B. eru tveir bræður, Hermann og Bík-
arður að nafni. Jpeir lifa nú báðir sem blóm í eggi,
en áður var æfin önnur. ]peir námu næsta lítið á
æskuárunum sjer til gagns og nenntu ekkert að vinna.
Hermann hafði stundað læknisfræði, eða öllu held-
ur lifað í munaði á stúdents-árunum, og loks kom-
izt að raun urn, að hann mundi aldrei ná prófi; en
er hann var orðinn því aflruga, dvaldist hann í
nokkur ár á gildaskálunum, og var öllum óljóst,
enda beztu vinum hans, hvaðan honum komu pen-
ingar. Iíonum var það jafn vel sjálfum óljóst; en
hann settiþað ekki fyrir sig og kveið eigi komandi tíð.
Bíkarður bróðir hans átti að verða kaupmaður;
var hann því settur á verzlunarskrifstofu, en liann
læröi þar ekkert og fetaði brátt í fótspor bróður
síns; liann var jafn-frábitinn allri nytsamlegri iðju
eins og bróðir hans.
Föður þeirra fjell þetta mjög þungt. jpeir eyddu
eigum hans, og tilhugsunin um foriög þeirra færði
hann nær gröfinni. Hann dó og Ijet litlar eigur ept-
ir sig. Bræðurnir hugsuðu sjer nú til hreifings og
um stundarsakir ljek allt í lyndi; þeir gengu skraut-
klæddir, drukku kampavín og átu dýrindis rjetti.
En þegar minnst vonum varði, lagðist Hermann
sjúkur. Hann hafði nú nægan tíma til þess, að
hugsa um hagi sína. Hann sá það, að ef hann
lijeldi fram sama lifnaði og áður, í nokkrar vikur,
yrði hann upp frá því að lifa á guðs blessan og
munnvatni sínu. Honum leizt ekki á blikuna og
einsetti sjer því, að verja því, sem eptir var af arf-
inum, til þess að tryggja sjer góða daga framvegis
Iðunn. IY. 23