Iðunn - 01.06.1886, Síða 75
Werðir menn til Kalígúlu.
369
|>egar Kalígúla komst í fjárþrot, hjelt hann
sölnþing og selcli husgögn sín. Hann ákvað sjálf-
ur verðið, og ljet boðin allt af stíga hærra og
hærra. Einhverju sinni sofnaði öldungur einn á
slíku söluþingi. í hvert skipti, sem hann hreyfði
höfuðið í svefninum, var það skoðað eins og boð, og
þegar hann vaknaði, voru honum slegnir 13 skylm-
ingamenn fyrir 2 miljónir. Kalígúla ljet optast slá
peninga með exi sinni. Einhverju sinni, er hann
sat að spilum og tapaði, gekk hann frá borðinu,
Ijet taka tvo rómverska riddara og drepa, tók undir
sig eigur þeirra, og lcom svo glaður í bragði inn
í salinn aptur og sagði, »að hann hefði aldrei
fengið eins gott teningskast». þegar hann hafði
látið drepa Júníus Priscus, af því að hann hjelt
að hann væri auðugur, og síðan sá, að svo var
eigi, þá mælti hann : »Hann hefir dregið mig á
tálar; hann ætti skilið að lifa». Aflirak þetta gat
verið fyndið. Hann var eins konar skepna mitt á
milli apa og hýenu. það var einhverju sinni, að
blótprestur hans eða hofgoði kom til hans og rjetti
honum hinn helga blótkníf. Kalígúla sló hann til
jarðar með kylfuhöggi. jpað var eitt af fyndnis-
brögðum hans, að fara með blótprestinn eins og
blótdýr.
Einhverju sinni var Kalígúla sjúkur. þá vann
maður einn það heit, að láta líf sitt fyrir hann,
ef hann yrði heill. Kalígúla kvað hann bundinn
við loforð sitt, og Ijet með mestu samvizkusemi
steypa manninum fyrir hamra niður. Hann hafði
það stuudum til skemmtunar sjer, að láta brytja
Iðunn. IV. 24