Iðunn - 01.06.1886, Page 77
Geröir menn til Ivalígúlu. 371
-—I Kalígúlu hefir böðulsharðstjórinn komið fram í
fylling sinni.
IV.
Fram fyrir þennan mann áttu öldungar Israels
að ganga. jpeir gátu ekki hitt ver á. Undir eins
og þeir komu, urðu þeir þess vísari af bræðrum
sínum, að »viðurstyggð eyðileggingarinnar« ætti frain
að fara í því »allrahelgasta«. Kalígúla var nýhiiinu
að gefa út þá tilskipun, að reisa skyldi líkneski
sitt í miðju musterinu í Jerúsalem. 011 þjóðin
hafði klæðzt sorgarbúningi og stráð ösku á höfuð
sjer, eins og á dögum Nínive og Babý'lónar. Bæ-
irnir stóðu tómir, og akrarnir yfirgefnir. Gyðingar
fastrjeðu með sjer að deyja heldur en að láta þetta
hryllilega helgibrot við gangast, og bjuggust til að
svelta til bana til píslarvættis helgum málstað.
Einn dag sá Petróníus, landsstjórinn í Pal-
estínu, allan lýðinn koma til sín sorgbúinn
og grátandi. Ekki þessa múgs var svo hár
að heyra, sem óp væri. I broddi fylkingar gengu
öldungar með höndurnar á baki sjer, sem þeir
væri til dauða dæmdir. »Ef musterið er van-
lielgað« — sögðu þeir við hann, — »flytjum vjer kon-
ur vorar þangað og fórnfærum þeim. því næst
tökum við bræður vora og systur, og að lokum
brytjum við niður syni vora og dætur. Við ger-
umst morðingjar eiginkvenna vorra og barna. þar
sem önnur eins himinhrópandi býsn ríður í garð,
verður að þrífa til hinna síðustu óyndisúrræða.
Loks munum vjer ganga sjálfir fram, ataðir í blóði
24*