Iðunn - 01.06.1886, Page 97
391
Meðhjálparinu kvongast.
þeir töluðu svona afkáralega, heldur var það með-
fram af því, að þeir gengu svo sem ekki gruflandi
að þvf, hvernig þetta hjónaband mundi fara.
»Hvað mun mjer þá mælt verða?«, sagði með-
hjálparinn.
uTveir strangar af ljerepti og fatakista, tveir
sirsis-kjólar, fjórir karlmannssokkar og 10 rúblar í
reiðu silfri; og svo er það skylda þín, að elska þína
eiginkonu eins og þinn eiginn líkama«.
Endirinn á samningunum varð, að brúðguminn
stakk á sig þessum tíu rúblum og slagaði heim til
dætra sinna.
»þið þarna pilsagálur#, varð lionum fyrst að orði,
þegar hann kom inn um dyrnar með írafári og ó-
sköpum; nhvað haldið þið jeg ætli nú að gera? Nii
ætla jeg að giptast; konuefnið er eins og fleginu
köttur«.
Síðan fleygði hann sjer endilöngum upp í rúmið.
Næsta dag stóð veizlan. Hjónin nýgiptu gengu
sjálf fyrir beina, og urðu hvað eptir annað að gera
gestuniun það til geðs, að ganga fram á mitt gólfið
og kyssast.
það var fremur hátíðabragur á fólki, sem við var
að búast, þar sem flestir boðsmanna voru kirkju-
þjónar og þeirra fólk. Djákninn var og viðstadd-
ur. Hann mælti fyrir skál brúðhjónanna, og lagði
út af brúðkaupinu í Kana og endaði með þrumu-
rödd á orðunum: »því maðurinn er konunnar höf-
uð«; og sfðan kyrjuðu boðsgestirnir upp allir f einu
ýms lög í öllum tóntegundum, eins og hverjum
þótti bezt við eiga. þess á milli mátti heyra
orðasendingar á þá leið: »Ertu Múhameðstrúar eða