Iðunn - 01.06.1886, Side 99
Meðlij&lparinn kvongast.
393
Meðhjálparinn renndi niðnr því sem eptir var í
staupinu, og hjelt svo áfram.
»|>ú átt að láta svo lítið á þjer bera sem þú
getur, og helzt láta engan verða varan við, að þú
sjert til á heimilinu. það er nú fyrsta lífsreglan;
og í öðru lagi áttu að láta þjer skiljast, að jeg hef
ekki tekið þig til þess að hafa þig fyrir konu,
heldur bara til þess að þvi svona stjanaðir undir
mig, og passaðir upp á stelpu-renglurnar; því það
er þó ekki hægt að ætlast til þess, að maður í
minni stöðu gefi sig að slíku, Jeg vona, að þjer
mislíki ekki við mig, þó jeg sje svona hreinskilinn
við þig; en það er mas-minnst, að hafa allt skellt
og fellt strax frá uppliafi. Og vertu nú sæl. Nú
fer jeg að messa mjer á knæpunni. Aðrar eins
hengilmænur eins og þú og þínir líkar geta aldrei
gert sjer hugmynd um hinn æðandi ólgusjó sálar
minnar#.
Iíann tylti hivfunni utan í vangann og brunaði
út í dyrnar. þar snjeri hann sjer á hæl og barði
sjer hvað eptir annað á brjóst með steyttum hnef-
anum.
»Aldrei, aldrei getur ykkur skilizt, hvaða eitur og
gallbeiskju þetta hjarta hefir orðið að drekka. þið
skuluð ekki hugsa, að þið getið nokkurn tíma skilið,
hvað jeg tek út, þegar jeg sje annan eins þöngul-
haus og þig«.
Með það fór hann, og skellti hurðinni.
Nýgiptu konunni, sem nú var ein eptir, fannst
bezt við eigá, að fara að skæla, og hún gerði
það svo rækilega, að undir tók í öllu húsinu,