Iðunn - 01.06.1886, Síða 103
Henrik Cecil og Sara.
397
því svo stóð á, að Burleigh lávarður hafði vakið
bónorð til Aðalheiðar, dóttur Kiugsley’s lávarðar,
til handa Hinriki syni sínum, og Hinrik hafði auk
þess getið þess í brjefinu, að John Burke væri eigi
einungis ágætur listamaður, heldur líka mikið góð-
ur kunningi sinn. Aðalheiður gaf honum þetta
kvöld og dagana á eptir, sem hann dvaldi þar, ekki
frekarigaum, en minnst mátti komast af með vegna
meðmæla þessara. Hún ljet hann draga upp nokkur
blóm, gefa sjer bendingar viðvíkjandi því, sem hún
var að búa til sjálf af sama tagi; en skipti sjer
ekki af honum að öðru leyti, virtist varla veita
honum þá eptirtekt, að hún rnundi hafa þekkt hann
aptur, ef hann hefði borið fyri angu henuar. það
var að eins í eitt skipti öðru fremur, að hún lagði
af alúð eyrun við því, sem hann sagði. það var
þegar tilrætt var um hús Burleigli lávarðar í Lund-
únum, er mikið orð fór af fyrir skraut og prýði, og
var í orði, að lávarðurinn mundi láta syni sínum
það eptir, ef hann kvæntist.
Sama kvöld sendi John Burke, öðru nafni Hin-
rik Siliey, af stað svo látandi brjef:
„Lávarður minn og ástkæri faðir! Mærin er öllum
kvennlegum kostum búin; en — eða og — er eklci við
mitt hæfi. í |ieirri von, aö mjer verði þetta mildilegast
til vorkunnar virt, er jeg,
lávarður miim og ástkæri faðir,
með sonariegri lotningu,
Hcnrik Cccih.
Sannleikurinn er sá, að hinn ungi maður var
Hinrik Cecil, elzti sonur Burgleighs greifa og erfingi