Iðunn - 01.06.1886, Síða 105
399
Hinrik Ceoil og Sara.
rifjaðist upp fyrir honum, og var hann sízt að skilja
í því, hvernig á því stæði. Hann fór að rannsaka
liuga sinn út af þessu, og var þá éins og hann
staðnæindist við ásjónu hinnar ungu bóndadóttur.
það var eins og þaðan streymdi það sólskin, svölun
og hlýja inn í brjóst lians, er hann hafði aldrei
áður kennt. Hann sagði við sjálfan sig forviða:
»Ætli það geti verið, að þetta sje ást, sem sje far-
in að gera vart við sig?........Ætli henni muni
þá lítast á mig ? . . . . þessi laglega stúlka, senr
var svo hjartanlega saldeysisleg, lrún getur vel liafa
heitið eiginorði einhverjum yngismanni á sínureki,
í siðsemd og sakleysi. Heimurinn stendur ekki
allur kyr í sömu sporurn til þess að bíða eptir lá-
varðasonum .... En ef svo væri? . . . . Ef henni
nú. . . . jpess eru þó dæmi, aðgöfugmenni lrafa gengið
að eiga fyrirtaksfríðar leikmeyjar».
Hann kom til Hoggins bónda aptur, og var þar
um nóttina og daginn eptir. Síðan leigði liann
sjer hús langt þaðan, í öðrum enda þorpsins, og
setti þar upp smiðju. Hann var raunar enginn
afbragðssmiður, og nrundi líklega ekki hafa þptt
mikið að honum kveða í Lundúnum eða öðrum
stórborgum, en í þessu smáþorpi var hann talinn
allmikill hagleiksmaður. Hann gat gert við stunda-
klukkur, skrár og þess háttar, og auk þess hafði
liann mjög vel vit á hestum, og komst smámsam-
an upp á, að hafa þar dálitla hrossaverzlun; hann
gerði það alveg hrekkjalaust, og fjekk brátt orð á
sig fyrir bragðið.
Um jólin var mikið um glaðværð og skemmtanir