Iðunn - 01.06.1886, Page 112
406 Pjeturskirkjan í Róm.
sama hátt og drottinn lians og meistari. Eptir
því sem aldir hafa liðið fram, er Pjetur orðinn —
ef svo mætti að orði kornast — einna þjóðlegastur af
postulunum. Hann er svo innilega tengdur við
frelsarann sjálfan, að hann fyrir augum barnslegr-
ar trúar hefir fengið greinilega mynd einmitt fyrir
mannlegan breiskleika sinn; mynd, sem kaþólska
kirkjan hefir dregið enn skýrara með helgisögum
sínum.
það virðist eitthvað undarlegt, að stærsta kirkja
í kristninni skuli eigi draga nafn sitt af Kristi.
En í þessu er hægt að skilja, þvf að Pjeturskirkjan
í Eóm, eitt af stærstu og fegurstu furðuverkum á
jarðríki, hefir frá upphafi vega sinna verið ætluð
til að bera vitni um veldi kristindómsins með því að
gera dýrðlegt vald páfans. jpess vegna er kirkjan
helguð þeim postula, er páfinn rekur vald sitt
til.
Annars er Pjeturskirkjan ekki elzta kirkja í
Eóm. Aður en kristin trú varð þjóðtrú í rómverska
ríkinu, var guðsþjónusta haldin í húsum einstakra
manna og sumpart við og við í gröfum píslar-
vottanna í »katakombunum« (grafarhvelfingum neð-
anjarðar). það var eigi fyr en Konstantín mikli
veitti kristinni trú jafnrjetti við heiðin trúarbrögð,
og játaði sjálfur kristinn sið, að stórar kirkjur voru
reistar. þá var byskup í Eóm Sylvester, hinn
fyrsti með því nafni; hafði hann mjög þokka keis-
arans, og fjekk hann til að reisa hinar fyrstu kristnu
kirkjur f Eóm, en það er Laterankirkja, Pálskirkja,
Krosskirkja, og kirkjur þeirra hinnar heilögu