Iðunn - 01.06.1886, Page 128
Pjeturskirkjan í Róra.
422
móður sína, Agrippínu, sparkað konu sinni Poppeu
til bana, drepið bróður sinn Britannicus á eitri, og
kveikt í Rómaborg. A dögum Leó tíunda Jiefðu
allir þessir glæpir eigi kostað hann nema 29 grossi
(tæpar 11 kr.!), og það hefði hann reyndar haft
efni á að borga sem keisari í Róm.
— Niðurlag syndalausnarskrár þessarar hljóðar
svo: Hujus modi gratiœ non concedantur pauperibus,
quia ?ion habent, ergo non possunt consolari (þ. e.
þess konar ívilnanir verða eigi veittar fátækum, af
því að þeir eiga ekkert til, og verður þeim því
engin huggun veitt).
það er harla merkilegt og umhugsunarvert, að
þetta hið mikilfenglegasta og frægasta mannvirki
kaþólsku kirkjunnar, Pjeturskirkjan, skyldi einmitt
verða henni að fótakefli. Kostnaðarins til hennar
var aflað með hinni blygðunarlausu syndalausnar-
sölu, en sú óhæfa varð aðaltilefni til siðabótarinn-
ar. Sama árið sem Rafael meistari fæddist, höf-
uðsmiður Pjeturskirkjunnar, 1483, fæddist líka norð-
ur á þýzkalandi »bestían með djúpu augun og hið
undarlega augnaráðn, — Marteinn Lúter, er veitti
páfadómnum þann áverka, að þess hafa aldrei unnizt
og munu aldrei vinnast bætur.
(H. + B., eptir ýmsum ritum).