Iðunn - 01.06.1886, Page 131
-Borgin Pullman. 425
stéttir og torg í stórborgunum. Washington er
eina borgin í öllum Bandaríkjunum, sem liefir
þrifalegar götur. I uýbýlisborgunum ægir saman
ólíkustu hlutum; þær eru óskipulegar, og eru þó
bygðar með einfaldlegu skipulagi; þær eru óvand-
aðar í alla staði; þær eru í starfsbúningi og bera.
engin spariföt.
það er allsendis ein borg í Ameríku, sem öðru
niáli er um að gegna, sem ber af öllum öðrum.
það er borgin Pullman.
þessi borg er 4—5 mílur danskar frá Cliicago.
Húu er ekki reist í knýjandi stundarþörf eöa af
vanefnum eða misjöfnum efnum nýbýlinga með
misjöfnu lundarfari, heldr er hún bygð eftir fast-
lega ákveðinni ráðagerð, sem var vandlega hugs-
uð fyrir fram. Má vera, að Pullmau sé fyrsta borg
í heimi, sem bygð er með réttu upphafi og und-
anfara. Aðr enn nokkurt liús var bygt, var borg-
arsta^ðið alla vega undir búið ; götur, torg og garð-
svæði vóru mörkuð og ger fær; þar vóru ger
skólpræsi, vatnsrennur og gaspípur og fréttaþræðir
vóru lagðir; tró plöntuð; og þegar þessu var öllu
lokið, var tekið til að byggja húsin. þau risu upp
sem með töfrakrafti, stór og smá, kirkjur og íbúð-
arhús, öll í einu og eftir einni ráðagerð með ná-
kvæmustu samkvæmnisreglum, sköpuð af eins manns
vilja, ger af eins manns hendi, ef svo mætti að
orði kveða, og báru þó jafnframt staklega af öllu
öðru, öllu því liinu óskipulega og hirðulauslega ein-
hæfi, sem bregðr leiðindasvip yfir hina ungu Ame--
ríku. Borgin varð því sem gróðrarblettr prýði og
fegrðar á stórsléttunum. f>etta furðuverk var unn-