Iðunn - 01.06.1886, Síða 157
Kína.
451
vera þrælar kvenna sinna. En þrátt fyrir hömlur
þær, er kynferðið leggur á kínverskt kvennfólk,
ber stundum við, að þarlendar konur eru talsverðri
atgervi búnar, og sumir hinnir mestu fyrirtaks-
gáfumenn þjóðarinnar hafa einmitt verið konur.
Nú sem stendur ræður ekkjudrottning högum og
munum ríkisins, og fáar konur hafa sýnt af sjer
meiri stjórnarhyggindi. Samt er þar ahnennt álitið, að
ungar meyjar verði betri húsfreyjur, ef þeim er ekk-
ert kennt nema að sauma og búverka.
Hjúskapur er mjög mikilsvert atriði í beimilis-
lífi Iiínverja, og er hjónabandið stofnað með þeim
hætti, er naumast mundi fullnægja hugmyndum
Európumanna. Andvörp elskhuga, launfundir og
annar aðdragandi, sem eykur unað tilliugalífsins í
siðaðri löndum, — það er allt saman gjörsamlega
óþekkt í Kína. Mjög óskáldlegur undirbúningur
kemur í þess stað þar. 1 hverju þorpi og hverri
borg er flokkur kvenna -— það eru optast nær ekkjur
—, er taka að sjer að vera miðlar í meyjarmálum.
Stúlkur giptast optast nær 17 vetra gamlar, og
piltar um tvítugt. Faðir á t. d. son, er hann vill
láta fara að eiga með sig sjálfan; hann rennir hug-
anum meðal kunningja sinna, og kernst að þeirri
niðurstöðu, aö dóttir þess eða þess mundi ákjósan-
legur kvennkostur handa syni sínum. það þykir
nú ekki siðlegt, að brjóta upp á slíku beinlínis við
foreldra stúlkunnar, og fyrir því felur hann ein-
hverri af þessum meðalgöngukonum málið á liendur.
Henni er fengin í hendur skrifleg skýrsla um pilt-
inn, hvað á daga hans hafi drifið, og hvað hann
29*