Iðunn - 01.06.1886, Page 159
Kina.
453
skaparstjettarinnar. Kínverskur maður má skilja
við konu sína fyrir sjö skilnaðarsakir, og eru þar
á íneðal geðvonzka og mælgi. Ef sonur fæðist, er
það mikið fagnaðarefni, því sonlaus lifir maður
frægðarvana og deyr hamingjusnauður, — hefir
engan til að biðjast fyrir á legstað sínum og eng-
an til þess að halda við ættleggnum. Hinum unga
sveini er kennd háttprýði frá blautu barnsbeini, og
fjögra eða fimm vetra er hann látinn fara að læra
að lesa. Kínversk tunga er hið langerfiðasta tungu-
mál í heimi, og jafnvel kínverskum unglingum fer
seint fram í henni. Síðan verður að læra utan-
bókar allar hinar helgu bækur eptir þá Coufucius,
Mencius og aðra forna spekinga, og j'firfara, brjóta
til mergjar og melta vandlega allar hinar enda-
lausu skýringar við rit þessi. jpótt hinn ungi sveinn
sje vakinn og sofinn við nám sitt öllum dögum,
má hann þakka fyrir, ef liann getur lokið sínu
fyrsta prófi á tvítugsaldri. ]pað veitir honum að
eins heiðurstitil, og vilji hann ávinna sjer eitthvert
brauð með lærdómi sínum, verður hann að þreyta
nýtt skeið í höfuðstað skattlandsins við nokkur
þúsund samlanda sinna. Komist hanu fram úr
því, sem sjaldan lánast fyr en eftir fjórar eða
fimm atrennur, bíður lians ný þraut og hún hálfu
þyngri. Hann lieldur áfram stritinu í þrjú ár enn,
og fer síðan til Peking til þess að reyna sig þar
við hina efnilegustu lærdómsmenn úr öllu ríkinu.
J>ar eru einar tíu þúsundir liinna efnilegustu náms-
manna úr öllum hálfum landsins lokaðir inni sinn
í hverjum klefa í geysistórum skála í uíu daga, og
verða að þola þar allar þær kvalir, sem samfara