Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 13
Evrópudómstólsins var mikilvægur af pólitískum ástæðum en hefur haft óveru- leg áhrif í framkvæmd. Þegar talað er um úrskurði Evrópudómstólsins í þessu samhengi er einnig átt við úrskurði undirréttarins.16 Þar að auki hefur EFTA- dómstóllinn tekið fram, þótt þess sé ekki krafist í 1. mgr. 3. gr. ESE-samnings- ins, að dómstóllinn fari að fordæmum Evrópudómstólsins við túlkun á megin- máli þess samnings, að fordæmi Evrópudómstólsins eigi við þegar orðalag bandalagsréttar er efnislega samhljóða ákvæðum ESE.17 Það hefur þó ávallt verið ljóst að markmiðið um einsleitni á þó fremur við um niðurstöðu máls en rökstuðning þess. Hafa verður í huga að leiðin að dómsniðurstöðu byggist á huglægu mati sem afmarkast af settum rétti og rétthæð réttarheimildanna.18 3.2 Meginreglur EES-samningsins Samkvæmt forsendum 4, 8 og 15 í inngangsorðum EES-samningsins er eitt af meginmarkmiðum hans að vernda réttindi einstaklinga og aðila í atvinnu- rekstri og að þessir aðilar geti byggt á þeim réttindum sem samningurinn veitir þeim fyrir dómstólum. EFTA-dómstóllinn hefur ítrekað haldið því fram að ákvæðum EES-samningsins sé í ríkum mæli ætlað að vera til hagsbóta fyrir einstaklinga og aðila í atvinnurekstri á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Þess vegna veltur framkvæmd samningsins á því að einstaklingar og aðilar í atvinnu- rekstri, sem tryggð eru þessi réttindi, geti byggt á þeim bæði fyrir dómstólum aðildarríkjanna og EFTA-dómstólnum.19 Frá upphafi var ágreiningur um hvort þetta myndi hafa þau áhrif, í ljósi markmiðsins um einsleitni sem einkennir EES-samninginn, að hinar svokölluðu meginreglur stjómskipunar bandalags- réttar, þ.e. bein réttaráhrif, forgangsáhrif og skaðabótaábyrgð ríkis, yrðu einnig hluti EES-réttar. EES-samningurinn gefur ekki skýr svör við þessu. I 7. gr. EES-samningsins segir að gerðir sem vísað er til, eða er að finna í viðaukum við samninginn eða ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar, bindi samn- 16 Mál nr. E-2194 Scottish Salmon Growers Association Limited gegn Eftirlitsstofnun EFTA. Skýrsla EFTA-dómstólsins 1994-1995, bls. 59, 13. málsgrein. 17 Mál nr. E-l/94 Ravintoloitsijain Liiton Kustannus Oy Restamark. Skýrsla EFTA-dómstólsins 1994-1995, bls. 15, 24. málsgrein; mál nr. E-2/94 Scottish Salmon Growers Association Limited gegn Eftirlitsstofnun EFTA. Skýrsla EFTA-dómstólsins 1994-1995, bls. 59, 11. málsgrein og mál nr. E-l/95 Ulf Samuelsson gegn sœnska ríkinu. Skýrsla EFTA-dómstólsins 1994-1995, bls. 145, 14. málsgrein. 18 Christian Kohler: „Integration und Auslegung - Zur Doppelfunktion des Europáischen Gerichtshofes". Ein intemationales Zivilverfahrensrecht filr Gesamteuropa, 11-28, III.2 (Erik Jayme ed., 1992). 19 Sjá t.d. mál nr. E-7/97 Erla María Sveinbjörnsdóttir gegn íslenska ríkinu. Skýrsla EFTA- dómstólsins 1998, bls. 95, 49. málsgrein; mál nr. E-l/01 Hörður Einarsson gegn íslenska ríkinu. Skýrsla EFTA-dómstóIsins 2002, bls. 1, 49. málsgrein; mál nr. E-4/01 Karl K. Karlsson hf. gegn íslandi. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 240, 28. málsgrein; mál nr. E-6/01 CIBA Speciality Chemicals Water Treatment Ltd og fl. gegn Noregi. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 281, 33. málsgrein; mál nr. E-2/02 Technologien Bau- und Wirtschaftsberatung GmbH og Bellona Foundation. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2003, bls. 52, 36. málsgrein og mál nr. E-2/03 Asgeir Logi Ásgeirsson. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2003, bls. 185, 28. málsgrein. 307
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.