Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 13
Evrópudómstólsins var mikilvægur af pólitískum ástæðum en hefur haft óveru-
leg áhrif í framkvæmd. Þegar talað er um úrskurði Evrópudómstólsins í þessu
samhengi er einnig átt við úrskurði undirréttarins.16 Þar að auki hefur EFTA-
dómstóllinn tekið fram, þótt þess sé ekki krafist í 1. mgr. 3. gr. ESE-samnings-
ins, að dómstóllinn fari að fordæmum Evrópudómstólsins við túlkun á megin-
máli þess samnings, að fordæmi Evrópudómstólsins eigi við þegar orðalag
bandalagsréttar er efnislega samhljóða ákvæðum ESE.17 Það hefur þó ávallt
verið ljóst að markmiðið um einsleitni á þó fremur við um niðurstöðu máls en
rökstuðning þess. Hafa verður í huga að leiðin að dómsniðurstöðu byggist á
huglægu mati sem afmarkast af settum rétti og rétthæð réttarheimildanna.18
3.2 Meginreglur EES-samningsins
Samkvæmt forsendum 4, 8 og 15 í inngangsorðum EES-samningsins er eitt
af meginmarkmiðum hans að vernda réttindi einstaklinga og aðila í atvinnu-
rekstri og að þessir aðilar geti byggt á þeim réttindum sem samningurinn veitir
þeim fyrir dómstólum. EFTA-dómstóllinn hefur ítrekað haldið því fram að
ákvæðum EES-samningsins sé í ríkum mæli ætlað að vera til hagsbóta fyrir
einstaklinga og aðila í atvinnurekstri á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Þess
vegna veltur framkvæmd samningsins á því að einstaklingar og aðilar í atvinnu-
rekstri, sem tryggð eru þessi réttindi, geti byggt á þeim bæði fyrir dómstólum
aðildarríkjanna og EFTA-dómstólnum.19 Frá upphafi var ágreiningur um hvort
þetta myndi hafa þau áhrif, í ljósi markmiðsins um einsleitni sem einkennir
EES-samninginn, að hinar svokölluðu meginreglur stjómskipunar bandalags-
réttar, þ.e. bein réttaráhrif, forgangsáhrif og skaðabótaábyrgð ríkis, yrðu einnig
hluti EES-réttar. EES-samningurinn gefur ekki skýr svör við þessu. I 7. gr.
EES-samningsins segir að gerðir sem vísað er til, eða er að finna í viðaukum
við samninginn eða ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar, bindi samn-
16 Mál nr. E-2194 Scottish Salmon Growers Association Limited gegn Eftirlitsstofnun EFTA.
Skýrsla EFTA-dómstólsins 1994-1995, bls. 59, 13. málsgrein.
17 Mál nr. E-l/94 Ravintoloitsijain Liiton Kustannus Oy Restamark. Skýrsla EFTA-dómstólsins
1994-1995, bls. 15, 24. málsgrein; mál nr. E-2/94 Scottish Salmon Growers Association Limited
gegn Eftirlitsstofnun EFTA. Skýrsla EFTA-dómstólsins 1994-1995, bls. 59, 11. málsgrein og mál
nr. E-l/95 Ulf Samuelsson gegn sœnska ríkinu. Skýrsla EFTA-dómstólsins 1994-1995, bls. 145,
14. málsgrein.
18 Christian Kohler: „Integration und Auslegung - Zur Doppelfunktion des Europáischen
Gerichtshofes". Ein intemationales Zivilverfahrensrecht filr Gesamteuropa, 11-28, III.2 (Erik
Jayme ed., 1992).
19 Sjá t.d. mál nr. E-7/97 Erla María Sveinbjörnsdóttir gegn íslenska ríkinu. Skýrsla EFTA-
dómstólsins 1998, bls. 95, 49. málsgrein; mál nr. E-l/01 Hörður Einarsson gegn íslenska ríkinu.
Skýrsla EFTA-dómstóIsins 2002, bls. 1, 49. málsgrein; mál nr. E-4/01 Karl K. Karlsson hf. gegn
íslandi. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 240, 28. málsgrein; mál nr. E-6/01 CIBA Speciality
Chemicals Water Treatment Ltd og fl. gegn Noregi. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 281, 33.
málsgrein; mál nr. E-2/02 Technologien Bau- und Wirtschaftsberatung GmbH og Bellona
Foundation. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2003, bls. 52, 36. málsgrein og mál nr. E-2/03 Asgeir Logi
Ásgeirsson. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2003, bls. 185, 28. málsgrein.
307