Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 15
ríkja hljóti við skýringu landsréttar að taka mið af EES-réttinum í heild, hvort
sem ákvæði hans hefðu verið lögfest eða ekki.
í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur, nr. E-9/97, komst EFTA-dómstóllinn
að þeirri niðurstöðu að aðildarríki geti orðið bótaskylt vegna vanefnda ríkisins
á skuldbindingum þess samkvæmt EES-samningnum.23 Dómstóllinn taldi að
EES-samningurinn væri þjóðréttarsamningur sem væri sérstaks eðlis (sui
generis) og fæli í sér sérstakt og sjálfstætt réttarkerfi. Samruni sá sem EES-
samningurinn mælir fyrir um gengi ekki eins langt og væri ekki eins víðfeðmur
og samruni sá sem Rómarsamningurinn stefndi að. Hins vegar gengju markmið
EES-samningsins lengra og gildissvið hans væri víðtækara en venjulegt er um
þjóðréttarsamninga. A þessum forsendum komst dómstóllinn að þeirri niður-
stöðu að skaðabótaábyrgð ríkis væri hluti af réttarkerfi EES-samningsins.
Dómstóllinn byggði niðurstöðu sína í grundvallaratriðum á þremur forsendum:
1) Sú mikla áhersla sem lögð er á einsleitni í EES-samningnum leiðir til þess
að óhjákvæmilegt er að telja meginregluna um skaðabótaábyrgð ríkis hluta af
EES-rétti. 2) í EES-samningnum er leitast við að tryggja rétt einstaklinga og
aðila í atvinnurekstri til sama jafnræðis og jafnra tækifæra og innan Evrópu-
sambandsins. 3) Samkvæmt 3. gr. EES-samningsins skulu EFTA-ríkin gera við-
eigandi ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af
samningnum leiðir.
Fyrmefndu máli var vísað til EFTA-dómstólsins þar sem íslenska ríkið hafði
ekki innleitt tilskipun ráðsins um vemd launþega vegna gjaldþrots vinnuveit-
anda með fullnægjandi hætti.24 Hæstiréttur Islands dæmdi í kjölfarið íslenska
ríkið til greiðslu skaðabóta. I kjölfar máls Harðar Einarssonar, nr. E-l/01, þar
sem EFTA-dómstóllinn vísaði til markmiðs EES-samningsins um að vernda
réttindi einstaklinga og aðila í atvinnurekstri, staðfesti dómstóllinn tilvist
meginreglunnar um skaðabótaábyrgð ríkis í máli nr. E-4/01 Karl K. Karlsson25
og gerði það ljóst að skilyrði skaðabótaábyrgðar ríkis samkvæmt EES-löggjöf
væra síst veikari heldur en í bandalagsrétti. Málavextir vora með þeim hætti að
íslenska ríkið afnam ekki einkarétt ríkisins á innflutningi og heildsöludreifingu
áfengis fyrr en 1. desember 1995. í málflutningi fyrir EFTA-dómstólnum hvatti
norska ríkisstjómin EFTA-dómstólinn til að hverfa frá afstöðu sinni í máli Erlu
Maríu Sveinbjörnsdóttur og úrskurða að meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkis
væri ekki hluti EES-réttar. Dómstóllinn tók ekki undir þessa beiðni heldur
staðfesti niðurstöðu sína í máli Erlu Maríu. Hann hafnaði þeim röksemdum að
meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkis í bandalagsrétti gæti ekki verið hluti
EES-réttar þar sem hún væri nátengd meginreglunum um bein réttaráhrif og
forgangsáhrif í bandalagsrétti, en þær teldust ekki til meginreglna EES-réttar.
Hvað varðar skilyrði fyrir skaðabótaábyrgð ríkis komst dómstóllinn að þeirri
23 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1998, bls. 95, 59. málsgrein.
24 Tilskipun ráðsins 80/987/EEC frá 20. okt. 1980, breytt með tilskipun ráðsins 87/164/EEC frá 2.
mars 1987, sem getið er í 24. lið í viðauka XVIII við EES-samninginn.
25 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 240, 49. málsgrein.
309