Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Qupperneq 15

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Qupperneq 15
ríkja hljóti við skýringu landsréttar að taka mið af EES-réttinum í heild, hvort sem ákvæði hans hefðu verið lögfest eða ekki. í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur, nr. E-9/97, komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að aðildarríki geti orðið bótaskylt vegna vanefnda ríkisins á skuldbindingum þess samkvæmt EES-samningnum.23 Dómstóllinn taldi að EES-samningurinn væri þjóðréttarsamningur sem væri sérstaks eðlis (sui generis) og fæli í sér sérstakt og sjálfstætt réttarkerfi. Samruni sá sem EES- samningurinn mælir fyrir um gengi ekki eins langt og væri ekki eins víðfeðmur og samruni sá sem Rómarsamningurinn stefndi að. Hins vegar gengju markmið EES-samningsins lengra og gildissvið hans væri víðtækara en venjulegt er um þjóðréttarsamninga. A þessum forsendum komst dómstóllinn að þeirri niður- stöðu að skaðabótaábyrgð ríkis væri hluti af réttarkerfi EES-samningsins. Dómstóllinn byggði niðurstöðu sína í grundvallaratriðum á þremur forsendum: 1) Sú mikla áhersla sem lögð er á einsleitni í EES-samningnum leiðir til þess að óhjákvæmilegt er að telja meginregluna um skaðabótaábyrgð ríkis hluta af EES-rétti. 2) í EES-samningnum er leitast við að tryggja rétt einstaklinga og aðila í atvinnurekstri til sama jafnræðis og jafnra tækifæra og innan Evrópu- sambandsins. 3) Samkvæmt 3. gr. EES-samningsins skulu EFTA-ríkin gera við- eigandi ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af samningnum leiðir. Fyrmefndu máli var vísað til EFTA-dómstólsins þar sem íslenska ríkið hafði ekki innleitt tilskipun ráðsins um vemd launþega vegna gjaldþrots vinnuveit- anda með fullnægjandi hætti.24 Hæstiréttur Islands dæmdi í kjölfarið íslenska ríkið til greiðslu skaðabóta. I kjölfar máls Harðar Einarssonar, nr. E-l/01, þar sem EFTA-dómstóllinn vísaði til markmiðs EES-samningsins um að vernda réttindi einstaklinga og aðila í atvinnurekstri, staðfesti dómstóllinn tilvist meginreglunnar um skaðabótaábyrgð ríkis í máli nr. E-4/01 Karl K. Karlsson25 og gerði það ljóst að skilyrði skaðabótaábyrgðar ríkis samkvæmt EES-löggjöf væra síst veikari heldur en í bandalagsrétti. Málavextir vora með þeim hætti að íslenska ríkið afnam ekki einkarétt ríkisins á innflutningi og heildsöludreifingu áfengis fyrr en 1. desember 1995. í málflutningi fyrir EFTA-dómstólnum hvatti norska ríkisstjómin EFTA-dómstólinn til að hverfa frá afstöðu sinni í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur og úrskurða að meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkis væri ekki hluti EES-réttar. Dómstóllinn tók ekki undir þessa beiðni heldur staðfesti niðurstöðu sína í máli Erlu Maríu. Hann hafnaði þeim röksemdum að meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkis í bandalagsrétti gæti ekki verið hluti EES-réttar þar sem hún væri nátengd meginreglunum um bein réttaráhrif og forgangsáhrif í bandalagsrétti, en þær teldust ekki til meginreglna EES-réttar. Hvað varðar skilyrði fyrir skaðabótaábyrgð ríkis komst dómstóllinn að þeirri 23 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1998, bls. 95, 59. málsgrein. 24 Tilskipun ráðsins 80/987/EEC frá 20. okt. 1980, breytt með tilskipun ráðsins 87/164/EEC frá 2. mars 1987, sem getið er í 24. lið í viðauka XVIII við EES-samninginn. 25 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 240, 49. málsgrein. 309
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.