Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 16
niðurstöðu að fyrstu tvö skilyrðin af þremur sem nauðsynleg eru til þess að bótaábyrgð komi til álita væru uppfyllt. I fyrsta lagi væri 16. gr. EES-samningsins, sem samsvarar 31. gr. Rs., ætlað að veita einstaklingum ákveðin réttindi og í öðm lagi væri um nægilega alvarlega vanrækslu á skuldbindingum ríkisins að ræða. Samkvæmt dómafordæmum Evrópudómstólsins sem varða ríkiseinkasölur og 37. gr. Rs. (nú 31. gr. Rs.), sem samsvarar 16. gr. EES-samningsins (sem samkvæmt 6. gr. EES-samningsins skiptir máli við túlkun EES-réttar), átti íslenska ríkið að hafa gert viðeigandi ráðstafanir 1. janúar 1994, daginn sem EES-samningurinn tók gildi. Dómstóllinn taldi að löngu fyrir gildistöku samningsins hefði það verið ljóst að ekki yrði heimilt að viðhalda einkarétti á innflutningi. íslenska ríkið var í bestri aðstöðu til að meta hvaða lagabreytingar gera yrði til að fullnægja skuldbindingum samkvæmt samningnum áður en hann gengi í gildi 1. janúar 1994. Hvað varðar þriðja skilyrðið fyrir skaðabótaábyrgð rrkis taldi dómstóllinn það vera hlutverk dómstólsins í aðildarríkinu að meta hvort fullnægt væri því skilyrði að beint orsakasamband væri milli vanefnda á skuldbindingum ríkisins og þess tjóns sem aðili hafði orðið fyrir. Nokkur ágreiningur hefur orðið um hvernig beri að túlka 30. málsgrein dóms EFTA-dómstólsins í máli Karls K. Karlssonar, nr. E-4/01. Þar segir m.a.: ... sú niðurstaða að meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkisins sé hluti EES-samn- ingsins er, eðli málsins samkvæmt, frábrugðin þróuninni í dómaframkvæmd dóm- stóls Evrópubandalaganna að því er varðar regluna um skaðabótaábyrgð ríkisins samkvæmt bandalagsrétti. Beiting þessara reglna og gildissvið þeirra þarf þess vegna heldur ekki að vera að öllu leyti hið sama.26 Norska ríkisstjómin hélt því fram, án árangurs, fyrir norskum dómstól í máli sem höfðað var í framhaldi af úrskurði Hæstaréttar Noregs í Finanger-málinu27 - hinu svokallaða Finanger II máli28 - að túlka mætti málsgreinina með þeim hætti að annað skilyrðið fyrir skaðabótaábyrgð ríkis, þ.e. að um nægilega alvarlega vanrækslu á skuldbindingum ríkis sé að ræða, væri strangara í EES- rétti en bandalagsrétti. A hinn bóginn hefur því verið haldið fram að túlka beri 30. málsgrein í dómi í máli Karls K. Karlssonar annars vegar með tilliti til markmiðs EES-samningsins um einsleitni og hins vegar með hliðsjón af því að reglur EES-réttar hafi ekki bein réttaráhrif líkt og bandalagsreglur. Slík túlkun leiði til þeirrar niðurstöðu að gera beri vægari kröfur til alvarleika vanrækslu á skuldbindingum ríkis í EES-rétti en bandalagsrétti.29 26 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 249, 30. málsgrein. 27 Mál nr. E-l/99 Storebrand Skadeforsikring AS gegn Veronika Finanger. Skýrsla EFTA- dómstólsins 1999, bls. 119. 28 Oslo Tingsrett, dómur frá 13. mars 2003, 00-10919 A/83. 29 Georg Gorton: „Staatshaftung im EWR mach EuGH Köbler - eine Zwischenbemerkung". European Law Reporter 2004, bls. 65. 310
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.