Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 16
niðurstöðu að fyrstu tvö skilyrðin af þremur sem nauðsynleg eru til þess að
bótaábyrgð komi til álita væru uppfyllt. I fyrsta lagi væri 16. gr. EES-samningsins,
sem samsvarar 31. gr. Rs., ætlað að veita einstaklingum ákveðin réttindi og í öðm
lagi væri um nægilega alvarlega vanrækslu á skuldbindingum ríkisins að ræða.
Samkvæmt dómafordæmum Evrópudómstólsins sem varða ríkiseinkasölur og 37.
gr. Rs. (nú 31. gr. Rs.), sem samsvarar 16. gr. EES-samningsins (sem samkvæmt
6. gr. EES-samningsins skiptir máli við túlkun EES-réttar), átti íslenska ríkið að
hafa gert viðeigandi ráðstafanir 1. janúar 1994, daginn sem EES-samningurinn tók
gildi. Dómstóllinn taldi að löngu fyrir gildistöku samningsins hefði það verið ljóst
að ekki yrði heimilt að viðhalda einkarétti á innflutningi. íslenska ríkið var í bestri
aðstöðu til að meta hvaða lagabreytingar gera yrði til að fullnægja skuldbindingum
samkvæmt samningnum áður en hann gengi í gildi 1. janúar 1994. Hvað varðar
þriðja skilyrðið fyrir skaðabótaábyrgð rrkis taldi dómstóllinn það vera hlutverk
dómstólsins í aðildarríkinu að meta hvort fullnægt væri því skilyrði að beint
orsakasamband væri milli vanefnda á skuldbindingum ríkisins og þess tjóns sem
aðili hafði orðið fyrir.
Nokkur ágreiningur hefur orðið um hvernig beri að túlka 30. málsgrein
dóms EFTA-dómstólsins í máli Karls K. Karlssonar, nr. E-4/01. Þar segir m.a.:
... sú niðurstaða að meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkisins sé hluti EES-samn-
ingsins er, eðli málsins samkvæmt, frábrugðin þróuninni í dómaframkvæmd dóm-
stóls Evrópubandalaganna að því er varðar regluna um skaðabótaábyrgð ríkisins
samkvæmt bandalagsrétti. Beiting þessara reglna og gildissvið þeirra þarf þess
vegna heldur ekki að vera að öllu leyti hið sama.26
Norska ríkisstjómin hélt því fram, án árangurs, fyrir norskum dómstól í máli
sem höfðað var í framhaldi af úrskurði Hæstaréttar Noregs í Finanger-málinu27
- hinu svokallaða Finanger II máli28 - að túlka mætti málsgreinina með þeim
hætti að annað skilyrðið fyrir skaðabótaábyrgð ríkis, þ.e. að um nægilega
alvarlega vanrækslu á skuldbindingum ríkis sé að ræða, væri strangara í EES-
rétti en bandalagsrétti. A hinn bóginn hefur því verið haldið fram að túlka beri
30. málsgrein í dómi í máli Karls K. Karlssonar annars vegar með tilliti til
markmiðs EES-samningsins um einsleitni og hins vegar með hliðsjón af því að
reglur EES-réttar hafi ekki bein réttaráhrif líkt og bandalagsreglur. Slík túlkun
leiði til þeirrar niðurstöðu að gera beri vægari kröfur til alvarleika vanrækslu á
skuldbindingum ríkis í EES-rétti en bandalagsrétti.29
26 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 249, 30. málsgrein.
27 Mál nr. E-l/99 Storebrand Skadeforsikring AS gegn Veronika Finanger. Skýrsla EFTA-
dómstólsins 1999, bls. 119.
28 Oslo Tingsrett, dómur frá 13. mars 2003, 00-10919 A/83.
29 Georg Gorton: „Staatshaftung im EWR mach EuGH Köbler - eine Zwischenbemerkung".
European Law Reporter 2004, bls. 65.
310