Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 23
þegar eitt þjónustufyrirtæki tekur við af öðru í kjölfar opinbers útboðs. Dóm-
stóllinn taldi hins vegar að tilskipunin um eigendaskipti að fyrirtækjum ætti í
flestum tilfellum ekki við þegar atvik væru með þessum hætti, hvort sem opin-
bert útboð færi fram á grundvelli EES-reglna eða ekki.
4.3.3 Skyldan til að greiða viðbótarlífeyrissparnað yfirfærist ekki
I Eidesund- og Langeland-málinu50 leitaði dómstóll aðildarríkis álits á því
hvort skylda vinnuveitenda til að greiða iðgjald í viðbótarlífeyrissjóð færist yfir
á nýjan vinnuveitenda við eigendaskipti að fyrirtæki, atvinnurekstri eða hluta
atvinnurekstrar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að öll réttindi og skyld-
ur sem tengdust elli- og örorkulífeyri eða eftirlifendabótum hefðu verið undan-
þegin ákvæðum tilskipunarinnar. Dómstóllinn taldi að ekki yrði skilið á milli
uppsöfnunar réttinda samkvæmt lífeyristryggingum og greiðslu lífeyrisiðgjalda
og því hefði það enga fjárhagslega þýðingu að yfirfæra skyldu til greiðslu
iðgjalda þegar það væri ljóst að engin skylda væri til að greiða lífeyri.
4.4 Hugtakið misnotkun í tilskipun EB um vernd launþega við gjaldþrot
vinnuveitanda
I Samuelsson-málinu, nr. E-l/95, varð EFTA-dómstóllinn að taka afstöðu til
þess hvort aðildarríkjum væri heimilt að grípa til nauðsynlegra aðgerða í þeim
tilgangi að forðast misnotkun á ábyrgðarsjóði launa. Samkvæmt sænskum
lögum áttu starfsmenn ekki rétt á greiðslum frá ábyrgðarsjóði launa ef þeir
höfðu fengið greiddar bætur vegna gjaldþrots sama fyrirtækis síðustu tvö árin
fyrir yfirlýsingu um gjaldþrot vinnuveitandans. Dómstóllinn taldi þetta ákvæði
ekki samrýmast tilskipuninni.51
í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur52 hafði íslenskur starfsmaður höfðað
mál á hendur ábyrgðarsjóði launa og krafist þess að fá greidd ógreidd laun í
kjölfar gjaldþrots vinnuveitanda. Kröfu hennar hafði verið hafnað þar sem hún
var systir eiganda að 40% hlutafjár í hinu gjaldþrota fyrirtæki. Samkvæmt
landslögum áttu m.a. systkini þeirra hluthafa sem áttu umtalsverðan hlut í fyrir-
tækinu ekki rétt á greiðslu frá ábyrgðarsjóðnum. Það var niðurstaða EFTA-
dómstólsins að 2. mgr. 1. gr. og 10. gr. tilskipunarinnar kæmu í veg fyrir að
íslenska ríkið gæti viðhaldið slíku ákvæði í landsrétti.53
50 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1995-1996, bls. 3; Skýrsla EFTA-dómstólsins 1995-1996, bls. 38.
51 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1994-1995, bls. 145.
52 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1998, bls. 95.
53 17. málsgrein.
317