Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 29
byggjast á vísindalegum rökum og þær mættu ekki ganga lengra en nauðsynlegt væri. Ráðstafanimar mættu ekki valda mismunun og yrðu að vera gagnsæjar og í samræmi við aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til. Dómstóllinn taldi að uppfylla yrði eftirtalin skilyrði svo að liægt væri að beita varúðarreglunni. í fyrsta lagi þyrfti að liggja fyrir hvaða tjón gæti hlotist og í öðru lagi yrði að fara fram heildarmat á þeirri hættu sem steðjaði að heilsu fólks sem byggðist á eins nýlegum vísindalegum upplýsingum og völ væri á. EFTA-dómstóllinn bætti því við að varúðarreglan gæti aldrei réttlætt gerræðislegar ákvarðanir og gæti aðeins við mjög sérstakar aðstæður réttlætt að miðað væri við að áhætta væri engin (zero-risk). Stefna norskra yfirvalda um efnabætt matvæli uppfyllti ekki þessi skilyrði og braut því í bága við 11. gr. EES-samningsins. 4.9 Kjarasamningar og samkeppnisreglur í máli Sambands norskra stéttarfélaga o.fl. gegn aðildatfélögum Alþýðu- sambands Noregs o.fl.f3 nr. E-8/00, var deilt um það fyrir norskum félagsdómi hvort tiltekin norsk sveitarfélög hefðu brotið gegn ákvæðum kjarasamninga starfsmanna sveitarfélaga þegar þau færðu lífeyrissjóði sína frá fyrirtækinu Kommunal Landspensjonskasse (KLP), sem er gagnkvæmt líftryggingafélag að öllu leyti í eigu aðildarfélaga Alþýðusambands Noregs, til annarra trygginga- félaga. Sveitarfélögin héldu því fram að nokkur ákvæði kjarasamninganna brytu í bága við 53. og 54. gr. EES-samningsins. EFTA-dómstóllinn taldi að meta yrði tengslin milli kjarasamninga annars vegar og samkeppnisreglna EES- réttar hins vegar í ljósi meginreglu sem Evrópudómstóllinn setti fram í Albany- málinu.64 Dómstóllinn komst á þessum grundvelli að þeirri niðurstöðu að hin umdeildu ákvæði féllu prima facie utan gildissviðs 53. gr. EES-samningsins. Meti dómstóll aðildarríkisins það hins vegar svo að ákvæðin stefni í reynd ekki að yfirlýstum markmiðum geti þau, í ljósi raunverulegra markmiða, fallið undir 53. gr. EES-samningsins. Ef sú væri raunin og komist væri að þeiiri niðurstöðu að þessi ákvæði gerðu sveitarfélögunum í raun skylt að kaupa tryggingar frá tilteknum tryggingafélögum, sem þar af leiðandi útilokaði eða takmarkaði mjög valmöguleika þeirra, gætu þessi ákvæði talist samkeppnishamlandi í skilningi 53. gr. EES-samningsins. Dómstóllinn minnti samt sem áður á að tillit yrði að taka til þess að aðilar sem stæðu að gerð kjarasamninga gerðu það í góðri trú. Dómstóllinn sagði einnig að dómstóll aðildarríkis þyrfti að hafa heildaráhrif kjarasamninga í huga þegar skoðaðir væru hinir fjölmörgu þættir þeirra. Þegar metið væri hvort samningur raski samkeppni og brjóti þar með í bága við 53. gr. EES-samningsins þyrfti úrlausn að byggjast á viðeigandi lagareglum að teknu tilliti til efnahagslegra þátta. Fleiri ákvæði kjarasamninga geti sameigin- lega stefnt að eða leitt til röskunar á samkeppni í skilningi 53. gr. EES-samn- 63 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 114. 64 Mál nr. C-67/96 Albany International BV gegn Stichting Bedrijfspensioenfonds Textielindustrie, 1999 ECR, 1-5751. 323
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.