Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 37
málinu, sem varðaði frjálsa fjármagnsflutninga innan Evrópska efnahagssvæð- isins, vísar Geelhoed, aðallögsögumaður málsins, til dóms EFTA-dómstólsins í Islandsbanka-málinu, nr. E-1/00. 5.3.3 Skaðabótaábyrgð ríkis í fyrrum EES/EFTA ríkjum í Rechberger-málinu93 spurði dómstóll aðildarríkisins (Landesgericht Linz í Austurríki) Evrópudómstólinn meðal annars að því hvort meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkis gilti í Austurríki eftir 1. janúar 1994, í ljósi þess að þann dag gerðist Austurríki aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Atvik málsins voru með þeim hætti að Austurríki hafði lögleitt tilskipun um pakkaferðir of seint og höfðu ferðantenn orðið fyrir tjóni vegna þessa. I ljósi þess að fjögur EES/EFTA-ríkjanna höfðu hug á að ganga í Evrópusambandið gerðu EES/EFTA-ríkin fimm með sér samning þann 28. september 1994 um fyrir- komulag til bráðabirgða fyrir ákveðið tímabil eftir inngöngu EFTA-ríkjanna í Evrópusambandið.94 Samkvæmt 5. gr. þessa samnings gátu dómstólar þeirra ríkja sem gerst höfðu aðilar að Evrópusambandinu einungis óskað eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum í málum þar sem atburðir höfðu átt sér stað fyrir aðild að Evrópusambandinu og beiðni send dómstólnum innan þriggja mánaða frá þeim tíma. EFTA-dómstóllinn átti samkvæmt 7. gr. samningsins að ljúka öllunt óútkljáðum málum innan sex mánaða frá inngöngu ríkjanna í Evrópusambandið og var hann skipaður fimm dómurum til þeirra tímamóta. Þann 1. janúar 1995 gerðust Austurríki, Finnland og Svíþjóð aðilar að Evrópu- sambandinu. í úrskurði frá 15. júní 1999 komst Evrópudómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Austurríki hefði, samkvæmt 7. gr. EES-samningsins og 11. kafla bókunar 1 við EES-samninginn, verið skylt að lögleiða viðkomandi tilskipun daginn sem EES-samningurinn gekk í gildi, þ.e. þann 1. janúar 1994.95 Dóm- stóllinn taldi hins vegar að hann væri ekki hæfur til að kveða upp úrskurð varðandi túlkun á beitingu EES-samningsins í Austurríki áður en ríkið gerðist aðili að Evrópusambandinu.96 Það breytti engu í þessu sambandi að Austurríki hefði í kjölfarið gerst aðib að Evrópusambandinu. í framhaldinu sagði dóm- stóllinn hins vegar: Moreover, in view of the objective of uniform interpretation and application which informs the EEA Agreement, it should be pointed out that the principles governing the liability of an EFTA State for infringment of a directive referred to in the EEA Agreement were the subject of the EFTA Court’s judgement of 10 Desember 1998 in Sveinbjörnsdóttir.97 93 1999 ECR 1-3499. 94 Samningur um bráðbirgðasamninga fyrir tímabil eftir að inngöngu ákveðinna EFTA-ríkja í Evrópusambandið. 95 36. málsgrein. 96 38. málsgrein. 97 39. málsgrein. 331
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.