Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 37
málinu, sem varðaði frjálsa fjármagnsflutninga innan Evrópska efnahagssvæð-
isins, vísar Geelhoed, aðallögsögumaður málsins, til dóms EFTA-dómstólsins í
Islandsbanka-málinu, nr. E-1/00.
5.3.3 Skaðabótaábyrgð ríkis í fyrrum EES/EFTA ríkjum
í Rechberger-málinu93 spurði dómstóll aðildarríkisins (Landesgericht Linz í
Austurríki) Evrópudómstólinn meðal annars að því hvort meginreglan um
skaðabótaábyrgð ríkis gilti í Austurríki eftir 1. janúar 1994, í ljósi þess að þann
dag gerðist Austurríki aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Atvik málsins voru
með þeim hætti að Austurríki hafði lögleitt tilskipun um pakkaferðir of seint og
höfðu ferðantenn orðið fyrir tjóni vegna þessa. I ljósi þess að fjögur
EES/EFTA-ríkjanna höfðu hug á að ganga í Evrópusambandið gerðu
EES/EFTA-ríkin fimm með sér samning þann 28. september 1994 um fyrir-
komulag til bráðabirgða fyrir ákveðið tímabil eftir inngöngu EFTA-ríkjanna í
Evrópusambandið.94 Samkvæmt 5. gr. þessa samnings gátu dómstólar þeirra
ríkja sem gerst höfðu aðilar að Evrópusambandinu einungis óskað eftir
ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum í málum þar sem atburðir höfðu átt sér
stað fyrir aðild að Evrópusambandinu og beiðni send dómstólnum innan þriggja
mánaða frá þeim tíma. EFTA-dómstóllinn átti samkvæmt 7. gr. samningsins að
ljúka öllunt óútkljáðum málum innan sex mánaða frá inngöngu ríkjanna í
Evrópusambandið og var hann skipaður fimm dómurum til þeirra tímamóta.
Þann 1. janúar 1995 gerðust Austurríki, Finnland og Svíþjóð aðilar að Evrópu-
sambandinu. í úrskurði frá 15. júní 1999 komst Evrópudómstóllinn að þeirri
niðurstöðu að Austurríki hefði, samkvæmt 7. gr. EES-samningsins og 11. kafla
bókunar 1 við EES-samninginn, verið skylt að lögleiða viðkomandi tilskipun
daginn sem EES-samningurinn gekk í gildi, þ.e. þann 1. janúar 1994.95 Dóm-
stóllinn taldi hins vegar að hann væri ekki hæfur til að kveða upp úrskurð
varðandi túlkun á beitingu EES-samningsins í Austurríki áður en ríkið gerðist
aðili að Evrópusambandinu.96 Það breytti engu í þessu sambandi að Austurríki
hefði í kjölfarið gerst aðib að Evrópusambandinu. í framhaldinu sagði dóm-
stóllinn hins vegar:
Moreover, in view of the objective of uniform interpretation and application which
informs the EEA Agreement, it should be pointed out that the principles governing
the liability of an EFTA State for infringment of a directive referred to in the EEA
Agreement were the subject of the EFTA Court’s judgement of 10 Desember 1998
in Sveinbjörnsdóttir.97
93 1999 ECR 1-3499.
94 Samningur um bráðbirgðasamninga fyrir tímabil eftir að inngöngu ákveðinna EFTA-ríkja í
Evrópusambandið.
95 36. málsgrein.
96 38. málsgrein.
97 39. málsgrein.
331