Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 38
Þetta verður að skiljast sem hvatning til dómstólsins í Austurríki til þess að
dæma bætur í málinu ef þau skilyrði sem sett voru fram af EFTA-dómstólnum
í máli Erlu Maríu væru uppfyllt (þau skilyrði samsvara þeim skilyrðum sem
sett höfðu verið af Evrópudómstólnum).
5.4 Samhljóða reglur um frjálsa fjármagnsflutninga í Rómarsáttmálanum
og EES-samningnum eftir Maastricht-sáttmálann
I Ospelt-málinu, sem kom til forúrskurðar Evrópudómstólsins, voru atvik
með þeim hætti að ríkisborgara Liechtenstein sem átti landbúnaðarjörð í
Vorarlberg (í Austurríki) var synjað um leyfi til þess að framselja jörðina til
stofnunar í Liechtenstein. Komst Evrópudómstóllinn að þeirri niðurstöðu að
reglur, líkt og þær sem giltu um framsal lands í Vorarlberger, sem gerðu við-
skipti með bújarðir milli ríkisborgara frá aðildarríkjum EES-samningsins háð
stjómsýslueftirliti, yrði að meta í ljósi 40. gr. EES-samningsins og XII. viðauka
þess samnings og í dóminum segir síðan orðrétt: „... which are provisions
possessing the same legal scope as that of Article 73b of the EC Treaty (now
Article 56 EC), which are identical in substance“.98 Evrópudómstóllinn lagði
áherslu á að:
... one of the principal aims of the EEA Agreement is to provide for the fullest
possible realisation of the free movement of goods, persons, services and capital
within the whole European Economic Area, so that the intemal market established
within the European Union is extended to the EFTA States.99
Athyglisvert er að Evrópudómstóllinn vísaði í þessu tilliti til (jákvæðs) álits
síns nr. 7/92.100 A þessum grundvelli komst Evrópudómstóllinn að þeirri niður-
stöðu að ákvæði Rómarsáttmálans um frjálsa fjármagnsflutninga (sem eru sam-
hljóða viðkomandi ákvæðum EES-samningsins) útilokuðu ekki að sett væri
skilyrði um leyfi, en sagði síðan að þau:
... do preclude such authorisation being refused in every case in which the acquirer
does not himself farm the land concemed as part of a holding and of which he is not
resident.101
Geelhoed, aðallögsögumaður málsins, vísaði í áliti sínu til dóms EFTA-
dómstólsins í Islandsbanka-málinu þar sem EFTA-dómstóllinn leggur til
grundvallar að ákvæði EES-samningsins og Rómarsáttmálans um frjálsa fjár-
magnsflutninga séu efnislega samhljóða þrátt fyrir að Rómarsáttmálanum hafi
verið breytt með Maastricht-samningnum.
98 Mál nr. C-452/01, dómur frá 23. september 2003, niðurstöðukafli.
99 Ibid., 29. málsgrein.
100 Ibid.
101 Niðurstöðukafli.
332