Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 42

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 42
5.2.2 Skilyrði bótaábyrgðar 5.2.3 Dómar íslenskra dómstóla 5.3 Mál Karls K. Karlssonar 5.3.1 Röksemdir aðila 5.3.2 Niðurstöður EFTA-dómstólsins 6. LOKAORÐ 1. INNGANGUR I flestum réttarkerfum gildir sú meginregla að sá sem veldur öðrum skaða eða veldur skemmdum á eignum annarra skal bæta það tjón sem hann veldur með því að koma á fyrra ástandi eða, ef það er ekki er mögulegt, með greiðslu bóta. Þessi meginregla endurspeglast í hugtakinu bótaábyrgð, þ.e. lagaleg skylda til að bæta tjón. Einkenni bótaábyrgðar hafa í gegnum tíðina verið breytileg eftir mismun- andi lagasvæðum og hafa þróast með tímanum. Einkenni bótaábyrgðar hafa ýmist tengst siðferði, eða fyrir fram ákveðinni hegðun, eða þau hafa verið sett fram með almennari hætti. Bótaábyrgð hefur verið skilgreind þannig að hún nálgist það að falla innan ramma refsiréttarins sem hefur í för með sér þær refsiverðu afleiðingar að greiða verður tjónþola eða ríkinu skaðabætur umfram raunverulegt tjón. Við skilgreiningu á bótaábyrgð hefur oft verið gengið út frá ákveðinni siðferðislegri ábyrgð eins og þeirri sem lýst er í hugtakinu culpa í latínu, en skaðabótaábyrgð getur einnig skapast þótt sök sé ekki fyrir hendi í tilvikum þar sem áhættumat vegur þyngra. Stjórnmálaleg, efnahagsleg, tækni- leg og félagsleg þróun hefur í seinni tíð haft mikil áhrif á skaðabótaábyrgð utan samninga og skilyrði fyrir því að henni sé beitt. Ýmis réttarkerfi hafa mismun- andi einkenni að því er varðar skilyrði skaðabóta eins og t.d. tort í engilsax- neskum rétti. Þótt hugtakanotkun fari eftir venjum í hverju landi þá eru grund- vallarhugtök og efnisatriði að mörgu leyti svipuð. Niðurstöður einstakra mála eru ef til vill mismunandi þegar meginreglunum er beitt, en um margar tegundir mála gilda sömu reglur óháð landamærum, lögsagnarumdæmum og mismun- andi réttarkerfum ef framfarir á sviði iðnaðar og efnahagslegar framfarir eru sambærilegar. I réttarkerfum þar sem lög hafa verið skráð með kerfisbundnum hætti síðustu tvær aldir hafa skilyrði einkaréttarábyrgðar verið lögfest. í ríkjum þar sem skráning laga hófst enn fyrr, eins og á Norðurlöndunum, hafa dómstólamir að miklu leyti mótað reglumar um einkaréttarábyrgð. Það skýrir e.t.v. hvers vegna lagareglumar hafa aðallega þróast með tilliti til lagalegra samskipta milli einkaaðila. Dómstólamir hafa þurft að dæma í málum tjónþola með ólíkar þarfir og undir breytilegum kringumstæðum. Og þar til á síðari tímum hefur ríkið notið víðtækrar friðhelgi í krafti orðanna: „the King can do no wrong“. Það gæti verið gagnlegt að skoða stuttlega þróun skaðabótaábyrgðar ríkisins í Noregi, einu EES/EFTA-ríkjanna. Ríkið naut friðhelgi gagnvart lögsóknum þar til einveldi leið undir lok árið 1814 og lögsóknir gegn ríkinu færðust í vöxt. 336
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.