Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 50
Þessi mikilvæga forsenda var því tengd viðurkenningu á þörfinni á víðtækum valdheimildum bandalagsins til þess að setja lög. Þessar hugmyndir um skaða- bótaábyrgð ríkis, sem urðu til með vísan í 2. mgr. 215. gr. Rs. (nú 2. mgr. 288), má koma auga á í Francovich-málinu. 3.2 Francovich-málið Þessi stutta yfirferð eldri úrskurða Evrópudómstólsins er til þess fallin að varpa ljósi á forúrskurð Evrópudómstólsins í Francovich-málinu.25 Málið varð- aði tilskipun sem á að tryggja launþegum ákveðna lágmarksvernd vegna ógreiddra launa verði vinnuveitandi gjaldþrota.26 Samkvæmt tilskipuninni áttu aðildarríki að setja í lög ákvæði um stofnun ábyrgðarsjóðs fyrir 23. október 1983. Italska ríkið sinnti ekki þessari skyldu og framkvæmdastjómin höfðaði því mál á hendur ítalska ríkinu á grundvelli 226. gr. (áður 169. gr.) Rs.27 Italska ríkið tapaði málinu en gerði þrátt fyrir það engar ráðstafanir til að laga löggjöf sína að tilskipuninni. Tveir hópar fyrrverandi launþega, sem ekki höfðu fengið útistandandi laun greidd frá gjaldþrota vinnuveitendum, höfðuðu mál gegn ítalska ríkinu og kröfðust þess að fá annað hvort greidda þá upphæð sem þeir áttu rétt á sam- kvæmt tilskipuninni eða skaðabætur. Italskir dómstólar óskuðu eftir forúrskurði á grundvelli 177. gr. (nú 234 gr.) Rs. og lögðu sömu spurningar fyrir dómstól- inn í báðum málunum. Fyrsta krafa stefnanda, sem endurspeglaðist í spurningum dómstóla aðildar- ríkisins, byggðist á þeirri forsendu að viðeigandi ákvæði í tilskipuninni hefðu bein réttaráhrif. Evrópudómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þessi ákvæði uppfylltu ekki skilyrði um bein réttaráhrif. Þótt tilskipunin væri skilyrðislaus, og þar tilgreint nægjanlega hverjir ættu að öðlast réttindi sam- kvæmt henni og hvers efnis þau væru, þá væri ekki tilgreint hver eða hvaða stofnun ætti að veita ábyrgðina heldur lögð sú skyldu á herðar aðildarríkjunum að koma á fót ábyrgðarsjóði og finna leiðir til að fjármagna hann. Þar sem það hafði ekki verið gert nægðu önnur atriði, sem voru talin nægilega skýr, ekki til þess að einstaklingar gætu byggt rétt á tilskipuninni fyrir dómstólum í aðildar- ríkjunum. Varakrafa stefnenda var byggð á því að ríkið væri skaðabótaskylt vegna þess að það hefði vanrækt skuldbindingar sínar samkvæmt bandalagslöggjöf. Dóm- stóllinn byrjaði á því að fjalla um Rómarsáttmálann og grundvallarreglur hans. Með því að vísa almennt til Van Gend en Loos2S og Costa gegn ENEL29 minnti dómstóllinn á að með Rómarsáttmálanum hafi verið komið á sérstöku réttar- kerfi sem hefði áhrif á réttarkerfi aðildarríkjanna og veitti einstaklingum rétt- 25 Sameinuð mál nr. C-6 og 9/90 Francovich og fl. gegn Italíu. 26 Tilskipun 80/987 EC um vernd til handa launþegum verði vinnuveitandi gjaldþrota. 27 Mál nr. C-33/87 Framkvœmdastjórnin gegn Italíu. 28 Mál nr. C-26/62 Van Gend en Loos. 29 Mál nr. C-6/64 Costa gegn ENEL. 344
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.