Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 60
spurninguna. Eftirlitsstofnun EFTA studdi sjónarmið Erlu Maríu um tilvist
meginreglunnar um skaðabótaábyrgð ríkis en allar ríkisstjómirnar héldu hinu
gagnstæða fram. Það gerði framkvæmdastjómin einnig. Þær röksemdir sem
settar voru fram vom að nokkru leyti mismunandi og því gæti verið gagnlegt að
líta á hverja fyrir sig.
Lögmaður Erlu Maríu byrjaði á því að fjalla um hvort það grundvallaratriði
felist í þeim skuldbindingunr sem EFTA-ríkin undirgengust með EES-samn-
ingnum, að þau beri skaðabótaábyrgð gagnvart einstaklingum og lögaðilum
sem verða fyrir tjóni vegna misræmis milli landslöggjafarinnar og EES-samn-
ingsins, á sama hátt og aðildarríki Evrópusambandsins gera samanber dóma-
framkvæmd Evrópudómstólsins í fyrra Francovich-málinu.61 Þessu til stuðn-
ings vísaði stefnandi til þess markmiðs EES-samningsins að koma á einsleitum,
samræmdum reglum á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Gagnkvæmni, eins-
leitni og samræmi, sem er grundvöllur og forsenda fyrir EES-samningnum, yrði
raskað á óásættanlegan hátt ef skaðabótaskylda EFTA-ríkjanna væri ekki fyrir
hendi undir sömu kringumstæðum og eru fyrir hendi í aðildarríkjum Evrópu-
sambandsins.
Lögmaðurinn benti á að í Francovich-málinu taldi Evrópudómstóllinn
skaðabótaábyrgðina leiða af kerfi Rómarsamningsins. Aðalsjónarmiðin væru
fólgin í því að tryggja fulla virkni löggjafar bandalagsins og vernda þau réttindi
sem einstaklingum væru veitt með reglununt. Þau rök ættu einnig við í EES-
rétti og ekkert sem máli skipti um muninn á þessum tveimur réttarkerfum fæli
í sér eðlismun sem réttlætti mismunandi reglur um skaðabótaábyrgð ríkis.
Lögmaðurinn hélt því fram að tilgangur bókunar 35 hafi verið að tryggja fulla
virkni löggjafar EES þar sem samningsaðilar skuldbundu sig til þess að setja
lagaákvæði þess efnis að EES-reglur stæðu framar landslögum.68 Einnig var því
haldið fram að ásetningurinn í áttunda lið aðfararorða EES-samningsins hafi
verið að vemda þau réttindi sem samningurinn veitir einstaklingum, en þar er
vísað til hlutverks einstaklinga vegna beitingar þeirra á réttindum sem þeir
öðlast með samningnum og vemdar dómstóla sem þessi réttindi njóta.69 Full
virkni þeirra réttinda sem borgumnum eru veitt náist aldrei í raun, nema brot
ríkisins á borgaranum leiði til skaðabótaskyldu ríkisins.
Einnig var vísað til þess að 10. gr. (áður 5. gr.) og 249. gr. (áður 189. gr.)
Rómarsamningsins sem Evrópudómstóllinn byggði niðurstöðu sína íFrancovich-
67 Sameinuð mál nr. C-6/90 og C-9/90 Francovich o.fl., 1991, ECR 1-5357.
68 Bókun 35 við EES-samninginn er svohljóðandi: „Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra
á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin
sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum“.
69 Attundi liður aðfararorða EES-samningsins er svohljóðandi: „Sannfærðir um að einstaklingar
muni gegna mikilvægu hlutverki á Evrópska efnahagssvæðinu vegna beitingar þeirra réttinda sem
þeir öðlast með samningi þessum og þeirrar vemdar dómstóla sem þessi réttindi njóta".
354