Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 60

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 60
spurninguna. Eftirlitsstofnun EFTA studdi sjónarmið Erlu Maríu um tilvist meginreglunnar um skaðabótaábyrgð ríkis en allar ríkisstjómirnar héldu hinu gagnstæða fram. Það gerði framkvæmdastjómin einnig. Þær röksemdir sem settar voru fram vom að nokkru leyti mismunandi og því gæti verið gagnlegt að líta á hverja fyrir sig. Lögmaður Erlu Maríu byrjaði á því að fjalla um hvort það grundvallaratriði felist í þeim skuldbindingunr sem EFTA-ríkin undirgengust með EES-samn- ingnum, að þau beri skaðabótaábyrgð gagnvart einstaklingum og lögaðilum sem verða fyrir tjóni vegna misræmis milli landslöggjafarinnar og EES-samn- ingsins, á sama hátt og aðildarríki Evrópusambandsins gera samanber dóma- framkvæmd Evrópudómstólsins í fyrra Francovich-málinu.61 Þessu til stuðn- ings vísaði stefnandi til þess markmiðs EES-samningsins að koma á einsleitum, samræmdum reglum á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Gagnkvæmni, eins- leitni og samræmi, sem er grundvöllur og forsenda fyrir EES-samningnum, yrði raskað á óásættanlegan hátt ef skaðabótaskylda EFTA-ríkjanna væri ekki fyrir hendi undir sömu kringumstæðum og eru fyrir hendi í aðildarríkjum Evrópu- sambandsins. Lögmaðurinn benti á að í Francovich-málinu taldi Evrópudómstóllinn skaðabótaábyrgðina leiða af kerfi Rómarsamningsins. Aðalsjónarmiðin væru fólgin í því að tryggja fulla virkni löggjafar bandalagsins og vernda þau réttindi sem einstaklingum væru veitt með reglununt. Þau rök ættu einnig við í EES- rétti og ekkert sem máli skipti um muninn á þessum tveimur réttarkerfum fæli í sér eðlismun sem réttlætti mismunandi reglur um skaðabótaábyrgð ríkis. Lögmaðurinn hélt því fram að tilgangur bókunar 35 hafi verið að tryggja fulla virkni löggjafar EES þar sem samningsaðilar skuldbundu sig til þess að setja lagaákvæði þess efnis að EES-reglur stæðu framar landslögum.68 Einnig var því haldið fram að ásetningurinn í áttunda lið aðfararorða EES-samningsins hafi verið að vemda þau réttindi sem samningurinn veitir einstaklingum, en þar er vísað til hlutverks einstaklinga vegna beitingar þeirra á réttindum sem þeir öðlast með samningnum og vemdar dómstóla sem þessi réttindi njóta.69 Full virkni þeirra réttinda sem borgumnum eru veitt náist aldrei í raun, nema brot ríkisins á borgaranum leiði til skaðabótaskyldu ríkisins. Einnig var vísað til þess að 10. gr. (áður 5. gr.) og 249. gr. (áður 189. gr.) Rómarsamningsins sem Evrópudómstóllinn byggði niðurstöðu sína íFrancovich- 67 Sameinuð mál nr. C-6/90 og C-9/90 Francovich o.fl., 1991, ECR 1-5357. 68 Bókun 35 við EES-samninginn er svohljóðandi: „Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum“. 69 Attundi liður aðfararorða EES-samningsins er svohljóðandi: „Sannfærðir um að einstaklingar muni gegna mikilvægu hlutverki á Evrópska efnahagssvæðinu vegna beitingar þeirra réttinda sem þeir öðlast með samningi þessum og þeirrar vemdar dómstóla sem þessi réttindi njóta". 354
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.