Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 64
nr. H91 og væri að hluta til staðfest í Maglite-máli EFTA-dómstólsins. Þessi
munur ætti rætur að rekja til þess að EFTA-ríkin voru ekki reiðubúin til að taka
þátt í víðtækari samvinnu gegn því að framselja hluta af fullveldisrétti sínum til
yfirþjóðlegra stofnana. Því hafi aðrar leiðir verið farnar til að ná þeim
markmiðum sem að er stefnt með EES-samningnum, svo sem ákvæði bókunar
35, 6., 7. og 105.-111. gr. EES-samningsins og 3. gr. samningsins um stofnun
eftirlitsstofnunar og dómstóls.
Munurinn á eðli EES-samningsins annars vegar og bandalagsrétti hins vegar
hafi í för með sér eftirtaldar afleiðingar: a) Minna svigrúm í EES-rétti en í
bandalagsrétti til að leiða óskráðar meginreglur af EES-samningnum þegar
slíkar meginreglur hafa ekki verið teknar upp í löggjöf EFTA-ríkjanna eða
bomar undir samþykki ríkjanna í hverju tilfelli fyrir sig; b) Lögsaga þeirra
stofnana sem settar eru upp samkvæmt EES-samningnum er, að því marki sem
hefur áhrif á fullveldisrétt samningsaðilanna, takmörkuð frekar en lögsaga
stofnana Evrópubandalagsins og geti þær því ekki með sama hætti búið til og
byggt á meginreglum sem ekki koma skýrt fram í EES-samningnum. Þetta ætti
einkum við um EFTA-dómstólinn annars vegar og Evrópudómstólinn hins vegar.
Um það álitaefni hvort meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkis, sem slegið
var fastri í Francovich-málinu, hafi orðið hluti EES-samningsins fyrir tilstilli 6.
gr. hans, byggði íslenska ríkið á því að þar sem hvorki EES-samningurinn né
réttur bandalagsins geymi sérstaka skráða reglu um skaðabótaábyrgð ríkisins
vegna samningsbrota sé dómurinn fremur afleiðing af sérstöku eðli banda-
lagsréttar, hinu sérstaka lagakerfi sem einkennist meðal annars af framsali
fullveldis, sem einnig sé grundvöllur meginreglunnar um bein réttaráhrif.
Skaðabótaábyrgð ríkis sé eðlileg afleiðing af og viðbót við þá meginreglu og
feli í sér frekari staðfestingu á þeim réttindum sem einstaklingum séu tryggð í
bandalagsrétti. Akvæði 6. gr. EES-samningsins vísi til dóma Evrópudómstóls-
ins þar sem reyni á frumrétt og afleiddan rétt Evrópubandalagsins, en ekki
þeirra dóma sem byggja á óskráðum reglum og meginreglum sem leiða af
sérstöku eðli réttarkerfis bandalagsins.
Tilvísun í Francovich-dóminum til 10. gr. Rs. (áður 5. gr.), sem er hliðstæð
3. gr. EES-samningsins, breytti að mati íslenska ríkisins ekki framangreindri
niðurstöðu og því félli Francovich-dómurinn ekki undir 6. gr. EES-samningsins.
Því væru EFTA-ríkin ekki skuldbundin til að leggja þær meginreglur sem þar
koma fram til grundvallar við framkvæmd og beitingu EES-réttar.
Islenska ríkið hélt því fram að í ljósi þess grundvallarmunar sem er á eðli
EES-réttar annars vegar og bandalagsréttar hins vegar verði sambærileg regla
um skaðabótaábyrgð ríkis og sett var fram í Francovich-málinu ekki leidd af
EES-samningnum sjálfum.
Þessi niðurstaða var rökstudd með þeim hætti að Francovich-málið hafi
verið mjög til umfjöllunar innan Evrópubandalagsins áður en samningavið-
ræðum um EES-samninginn lauk og hlyti það að benda til beinnar ákvörðunar
samningsaðila um að útiloka að slikt ákvæði væri tekið inn í EES-samninginn.
358