Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 74

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 74
dómstóllinn taldi að EES-ríki gæti orðið skaðabótaskylt vegna brota bæði á afleiddri löggjöf og reglum meginmáls EES-samningsins og að skilyrðin sem sett voru í rnáli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur ættu við í málinu. EFTA-dómstóllinn sagði síðan að væru skilyrði fyrir skaðabótaábyrgð ríkis- ins uppfyllt bæri að ákvarða bætur á grundvelli skaðabótareglna landsréttar. Með vísan til Haim-málsins*6 taldi EFTA-dómstóllinn að skilyrði fyrir skaða- bótum samkvæmt landsrétti við þessar aðstæður mættu ekki vera strangari en þau sem giltu um hliðstæðar innlendar kröfur og mættu ekki vera sett þannig fram að það væri í reynd ómögulegt eða óhæfilega erfitt að fá bætur. Varðandi það hvort skilyrðin þrjú fyrir skaðabótaskyldu ríkis væru uppfyllt taldi dómstóllinn að (1) ákvæði 16. gr. EES-samningsins væri ætlað að veita einstaklingum beinan rétt og að (2) brotið gegn 16. gr. væri nægilega alvarlegt til að hafa í för með sér skaðabótaskyldu, en dómstóllinn taldi að það kæmi í hlut dómstóls aðildarríkis að meta hvort þriðja skilyrðið (3), um að beint orsakasamband væri milli vanefnda á skuldbindingum samkvæmt 16. gr. EES- samningsins og tjóns sem orðið hefði, væri uppfyllt. Þegar grein þessi er rituð sýnast aðilar málsins enn vera að útkljá það sín í milli. 6. LOKAORÐ Ofangreint yfirlit yfir dómaframkvæmd Evrópudómstólsins og EFTA-dóm- stólsins um skaðabótaábyrgð ríkisins vegna tjóns sem einstaklingar og aðilar í atvinnurekstri verða fyrir vegna ólögmætra aðgerða sem viðkomandi EFTA-ríki ber ábyrgð á, er ætlað að veita lesandanum tækifæri til þess að bera saman þróun hugtaksins hjá dómstólunum báðum. Dómaframkvæmd Evrópudóm- stólsins er víðfeðmari og margbreytilegri og hefur þróast í meira mæli en hjá EFTA-dómstólnum. Yfirlit yfir dómaframkvæmd Evrópudómstólsins verður því að vera hnitmiðað svo að hægt sé að komast að kjama röksemda dómsins. Fá mál hjá EFTA-dómstólnum gera það mögulegl að taka saman bærilega ítarlegt yfirlit yfir þær röksemdir sem komið hafa fram í dómum hans. Hvemig hugtakið skaðabótaábyrgð ríkisins í bandalagsrétti þróaðist hjá Evrópudómstólnum var yfirleitt vel tekið af fræðimönnum á sviði lögfræðinnar. Viðbrögðin voru þó ekki hvarvetna jákvæð.87 Fjöldi ríkisstjórna var upphaflega andsnúinn hugmyndinni og leituðust við að takmarka umfang hugtaksins, sjá t.d. málflutning þýsku ríkisstjómarinar í Brasserie du Pécheur-málinu. Með tímanum virðast ríki hafa sætt sig við þá hugmynd að vanræksla á skuld- bindingum samkvæmt bandalagsrétti geti haft afleiðingar í för með sér. Hægt er að velta fyrir sér hvaða ástæður eru að baki þessari viðhorfsbreytingu lög- 86 Mál nr. C-424/97 Haim, 2000, ECR 1-5213, 37. málsgrein. 87 Sérstaklega áhugverð er gagnrýni Carol Harlow: „Francovich and the Problem of the Disobedient State“, 1996, European Law Joumal, bls. 199-225. 368
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.