Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 74
dómstóllinn taldi að EES-ríki gæti orðið skaðabótaskylt vegna brota bæði á
afleiddri löggjöf og reglum meginmáls EES-samningsins og að skilyrðin sem
sett voru í rnáli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur ættu við í málinu.
EFTA-dómstóllinn sagði síðan að væru skilyrði fyrir skaðabótaábyrgð ríkis-
ins uppfyllt bæri að ákvarða bætur á grundvelli skaðabótareglna landsréttar.
Með vísan til Haim-málsins*6 taldi EFTA-dómstóllinn að skilyrði fyrir skaða-
bótum samkvæmt landsrétti við þessar aðstæður mættu ekki vera strangari en
þau sem giltu um hliðstæðar innlendar kröfur og mættu ekki vera sett þannig
fram að það væri í reynd ómögulegt eða óhæfilega erfitt að fá bætur.
Varðandi það hvort skilyrðin þrjú fyrir skaðabótaskyldu ríkis væru uppfyllt
taldi dómstóllinn að (1) ákvæði 16. gr. EES-samningsins væri ætlað að veita
einstaklingum beinan rétt og að (2) brotið gegn 16. gr. væri nægilega alvarlegt
til að hafa í för með sér skaðabótaskyldu, en dómstóllinn taldi að það kæmi í
hlut dómstóls aðildarríkis að meta hvort þriðja skilyrðið (3), um að beint
orsakasamband væri milli vanefnda á skuldbindingum samkvæmt 16. gr. EES-
samningsins og tjóns sem orðið hefði, væri uppfyllt.
Þegar grein þessi er rituð sýnast aðilar málsins enn vera að útkljá það sín í
milli.
6. LOKAORÐ
Ofangreint yfirlit yfir dómaframkvæmd Evrópudómstólsins og EFTA-dóm-
stólsins um skaðabótaábyrgð ríkisins vegna tjóns sem einstaklingar og aðilar í
atvinnurekstri verða fyrir vegna ólögmætra aðgerða sem viðkomandi EFTA-ríki
ber ábyrgð á, er ætlað að veita lesandanum tækifæri til þess að bera saman
þróun hugtaksins hjá dómstólunum báðum. Dómaframkvæmd Evrópudóm-
stólsins er víðfeðmari og margbreytilegri og hefur þróast í meira mæli en hjá
EFTA-dómstólnum. Yfirlit yfir dómaframkvæmd Evrópudómstólsins verður
því að vera hnitmiðað svo að hægt sé að komast að kjama röksemda dómsins.
Fá mál hjá EFTA-dómstólnum gera það mögulegl að taka saman bærilega
ítarlegt yfirlit yfir þær röksemdir sem komið hafa fram í dómum hans.
Hvemig hugtakið skaðabótaábyrgð ríkisins í bandalagsrétti þróaðist hjá
Evrópudómstólnum var yfirleitt vel tekið af fræðimönnum á sviði lögfræðinnar.
Viðbrögðin voru þó ekki hvarvetna jákvæð.87 Fjöldi ríkisstjórna var upphaflega
andsnúinn hugmyndinni og leituðust við að takmarka umfang hugtaksins, sjá
t.d. málflutning þýsku ríkisstjómarinar í Brasserie du Pécheur-málinu. Með
tímanum virðast ríki hafa sætt sig við þá hugmynd að vanræksla á skuld-
bindingum samkvæmt bandalagsrétti geti haft afleiðingar í för með sér. Hægt er
að velta fyrir sér hvaða ástæður eru að baki þessari viðhorfsbreytingu lög-
86 Mál nr. C-424/97 Haim, 2000, ECR 1-5213, 37. málsgrein.
87 Sérstaklega áhugverð er gagnrýni Carol Harlow: „Francovich and the Problem of the
Disobedient State“, 1996, European Law Joumal, bls. 199-225.
368