Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 76
Röksemdir í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur endurspegla töluverða
spennu milli afstöðu stefnanda og ESA annars vegar og þeirra þriggja ríkis-
stjóma sem settu fram athugasemdir og framkvæmdastjómarinnar hins vegar að
miklu leyti. Það ætti þó ekki að korna á óvart að átta árum eftir dóminn í
Francovich-málinu séu greinilega skiptar skoðanir á því hvaða afleiðingar það
hefði ef EES/EFTA-ríki vanrækti skuldbindingar sínar samkvænrt EES-sanrn-
ingnum. Hvaða afleiðingar það hefur í för með sér þegar ríki aðlagar tilskipun
ekki að landsrétti eða gerir það með ófullnægjandi hætti er viðkvæm spuming
fyrir EFTA-ríkin tvö sem aðhyllast tvíeðliskenninguna.
Þeir sem stóðu að gerð EES-samningsins féllust á afstöðu þessara rrkja.
Samkvæmt 7. gr. EES-samningsins hafa gerðir sem samsvara bandalagsgerðum
ekki bein réttaráhrif90 heldur verða teknar upp í landsrétt. í bókun 35 er tekið
fram að einsleitnimarkmiðinu verði ekki náð með framsali löggjafarvalds til
stofnana Evrópska efnahagssvæðisins. A sama tíma er með 3. og 6. gr. EES-
samningsins, aðfararorðum hans þar sem lögð er áhersla á vernd réttinda ein-
staklinga, og 3. gr. samningsins um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls líka
stefnt að einsleitni. Þessar mismunandi aðferðir hafa leitt til „underlying
tension in the whole stmcture“ eins og Fredrik Sejersted hefur sagt í grein sem
ber vitni um pólitíska og félagslega innsýn og lögfræðilega skarpskyggni.91
Vakin skal athygli á því að niðurstaðan í Francovich-málinu byggðist ekki
á meginreglunni um bein réttaráhrif tilskipana. Evrópudómstóllinn taldi að
tilskipunin sem um rœddi hefði ekki bein réttaráhrif. I kjölfar dómsins hefur því
samt sem áður verið haldið fram, bæði í dómaframkvæmd og af fræðimönnum,
að tengsl séu á milli beinna réttaráhrifa og skaðabótaábyrgðar ríkisins.
EFTA-dómstóllinn lagði sig mjög fram við að byggja rökstuðning sinn í
máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur á túlkun EES-samningsins. Ekki var vísað
til Francovich-málsins þegar fjallað var um aðalálitaefni málsins. Dómstóllinn
byggði á markmiðunum um einsleitni og öflugt evrópskt efnahagssvæði, sam-
ræmda túlkun og beitingu, trygga framkvæmd, markmiðinu um að tryggja jafn-
ræði einstaklinga og aðila í atvinnurekstri og vemd dómstóla á þeim réttindum
sem þeir njóta samkvæmt samningnum, til þess að komast að þeirri niðurstöðu
að EES-samningurinn væri þjóðréttarsamningur sem væri sérstaks eðlis (sui
generis) og fæli í sér sérstakt og sjálfstætt réttarkerfi. Dómstóllinn taldi að
markmiðið um einsleitni, og það markmið að koma á og tryggja rétt einstak-
linga og aðila í atvinnurekstri, kæmi svo skýrt fram í samningnum, að EFTA-
ríkjunum hlyti að bera skylda til að greiða skaðabætur. Þessu til stuðnings
vísaði dómstóllinn til 3. gr. EES-samningsins þar sem lögð er áherslu á þá
90 Sbr. 2. mgr. 249. gr. Rs.
91 Frederik Sejersted: „Between Sovereignty and Supranationalism in the EEA Context - On the
Legal Dynamics of the EEA-Agreement. The European Economic Area - Norway’s Basic Status in
the Legal Construction of Europe“. Milller-Graff and Selvig (eds.). Berlin and Oslo, 1997, bls. 43-
73.
370