Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 78
undirbúningsgögnum þeirra laga sem við eiga um aðstæður hverju sinni (reelle
hensyn), með það í huga að komast að niðurstöðu á grundvelli þeirra laga og
geta réttlætt víðtækari eða þrengri túlkun á lögunum í þeim tilgangi að komast
að sanngjamri niðurstöðu.94 í þessum skilningi er virkni tengd þörfum almenn-
ings og markaðarins frekar en þörfum stofnana og málsmeðferðarreglna eða
fjarlægari pólitískum markmiðum.
Hugtakið „yfirþjóðlegt vald“ er almennt talið vísa til þess þegar aðila innan
alþjóðlegrar stofnunar er fengið vald til þess að taka ákvarðanir sem taka gildi
og hægt er að framfylgja í ríki sem aðili er að stofnuninni án þess að aðildar-
ríkið þurfi að aðhafast nokkuð. I þessum skilningi eru nokkrir þættir í EES-
samningnum og samningnum um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls sem
hafa einkenni yfirþjóðlegs valds, einkum á sviði samkeppnisréttar, þar með
taldar reglur um ríkisstyrki. Af þessari ástæðu var leitað eftir samþykki Stór-
þingsins á þessum tveimur samningum á grundvelli 93. gr. norsku stjómar-
skrárinnar.
Það er innbyggt í EES-samninginn og hefur komið í ljós í framkvæmd að
EES/EFTA-ríkin hafa takmörkuð áhrif á alla þá afleiddu bandalagslöggjöf sem
flæðir inn á Evrópska efnahagssvæðið og að ekki verður gerður neinn greinan-
legur munur á EES-löggjöf og bandalagslöggjöf á þeim sviðum sem EES-
samningurinn nær til. Þegar EES-samningurinn var gerður, og horfur voru á að
EES/EFTA-ríki yrðu fleiri, sem hefði haft í för með sér meiri áhrif á viðskipti
innan svæðisins, hefði þetta kerfisbundna ójafnvægi ef til vill ekki orðið aug-
ljóst. En það var frá upphafi innbyggt í samninginn.
1 skýrslu norsku ríkisstjómarinnar til Stórþingsins um samvinnu innan
Evrópska efnahagssvæðisins frá 1994-200195 voru þessi takmörkuðu áhrif
viðurkennd, en komist að þeirri niðurstöðu að EES-samningurinn hafi reynst
vel og verið til hagsbóta fyrir norskt efnahagslíf á flestum sviðum. Það ójafn-
vægi sem er á rnilli samningsaðilanna varðandi raunveruleg áhrif á mótun
afleiddrar löggjafar þýðir ekki að EES-samningurinn hafi þokast í þá átt að
teljast „yfirþjóðlegur“. Það hefur þá þýðingu að hinn innri markaður er orðinn
einsleitari og að EES/EFTA-ríki samningsins séu sátt við áframhaldandi sam-
starf þrátt fyrir þetta ójafnvægi. Vitað er að öflugur markaður býr oft á tíðum
yfir fjölbreyttum og ómótstæðilegum kröftum.
Hvað varðar ferlið við lagasetningu fyrir Evrópska efnahagssvæðið þá hefur
EFTA-dómstóllinn fengið tækifæri til þess að fjalla um starfsemi sameiginlegu
EES-nefndarinnar. í umfjöllun um valdsvið hennar sagði dómstóllinn meðal
annars:
94 Sem dæmi um svipuð sanngimissjónarmið í austurrískum, frönskum, þýskum, svissneskum og
ítölskum rétti sjá Carl Baudenbacher: „Some Remarks on the Method of Civil Law“. (1999)
Texas Intemational Law Joumal, bls. 333-360.
95 St.meld. nr. 27 (2001-2002).
372