Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 96

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 96
I framhaldinu tók Hæstiréttur fram að álit EFTA-dómstólsins væru ekki bindandi fyrir íslenska dómstóla samkvæmt lögum nr. 21/1994, en heimildir íslenskra dómstóla til að leita slíks álits væru til þess veittar að stuðla að samkvæmni og einsleitni í skýringum á EES-samningnum og þar með sam- ræmdri framkvæmd samningsins á öllu hinu Evrópska efnahagssvæði, en það væri eitt af markmiðum samningsins eins og meðal annars kæmi fram í 4. mgr. aðfararorða hans og nánar væri kveðið á um í 1. þætti 3. kafla hans. Hafi Islendingar skuldbundið sig til að gera allar viðeigandi ráðstafanir til að stuðla að þessum markmiðum, sbr. 3. gr. EES-samningsins. Af þessu leiði að íslensk- um dómstólum beri að hafa hliðsjón af ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins við skýringar á efni ákvæða EES-samningsins. Ekkert þyki hafa komið fram sem leitt geti til þess að vikið verði frá framangreindu ráðgefandi áliti EFTA-dóm- stólsins um efni ákvæða 11. gr. EES-samningsins. Yrði að telja að sýnt hafi verið fram á það í málinu að umdeilt ákvæði 3. gr. verksamnings B og stefndu byggingamefndar Borgarholtsskóla hafi brotið í bága við ákvæði EES-samn- ingsins og því verið ólögmætt. I framhaldi af þessu var I, R og M sameiginlega gert að greiða skaðabætur til Fagtúns ehf. vegna hinna ólögmætu ákvæða í samræmi við almennar reglur íslensks skaðabótaréttar.22 Það er tvennt sem rétt er að nefna í sambandi við þetta mál. Hið fyrra er að í þessu máli mótar Hæstiréttur og beitir í fyrsta skipti tiltekinni reglu um það hver áhrif ákvarðanir EFTA-dómstólsins hafa á innlenda dómstóla, og íslenskir dómstólar virðist hafa beitt þeirri reglu allar götur síðan. Meginreglan felur í grófum dráttum það í sér að íslenskum dómstólum beri skylda til að hafa hlið- sjón af áliti EFTA-dómstólsins þegar um túlkun á EES-samningnum er að ræða, nema í réttlætanlegum undantekningartilfellum þótt ekki sé nánar vikið að því í dóminum hver þau undantekningartilvik geti verið. Eins og síðar verður rakið hafði Héraðsdómur Reykjavíkur áður beitt sömu reglu, í örlítið breyttri mynd, í máli Samtaka verslunarinnar og FIS gegn íslenska ríkinu og Lyfja- verðlagsnefnd. Síðara atriðið sem rétt er að nefna í sambandi við þennan dóm er það að þegar mál Fagtúns ehf. var flutt fyrir undirrétti hélt fyrirtækið því fram að ákvæði verksamninganna brytu í bága við 11. gr. EES-samningsins. Sá mögu- leiki að leita ráðgefandi álits hjá EFTA-dómstólnum virðist hins vegar ekki hafa komið til álita hjá héraðsdómi, og varð niðurstaða hans sú að í umræddu máli hefði ekki verið um brot að ræða. Það má því halda því fram með góðum rökum að sú ákvörðun Hæstaréttar að leita eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins hafi haft verulega þýðingu fyrir endanlega efnisniðurstöðu málsins. 22 í sératkvæði eins hæstaréttardómara kemur fram að í álitsgerð EFTA-dómstólsins 12. maí 1999 sé það rökstutt með sannfærandi hætti að ákvæði 3. gr. verksamnings B og byggingamefndarinnar hafi í raun farið í bága við 11. gr. EES-samningsins. Megi fallast á niðurstöður álitsgerðarinnar eftir efni hennar, eins og hún liggi fyrir, án þess að bollaleggja þurfi um hvort réttinum beri skylda til þess eða ekki. Með þessari athugasemd og fleirum var þessi dómari samþykkur atkvæði annarra dómenda. 390
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.