Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 102

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 102
bótaábyrgð ríkisins hefði nægilega stoð í íslenskum lögum. í þessu felst megin- munurinn á niðurstöðu héraðsdóms annars vegar og Hæstaréttar hins vegar. Héraðsdómur byggði niðurstöðu sína beint á 6. gr. EES-samningsins og dómum Evrópudómstólsins en Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu með því að styðjast við íslenska löggjöf og hafa til hliðsjónar ráðgefandi álit EFTA-dóm- stólsins. Með þessu móti gerði Hæstiréttur skýran greinarmun á hlutverki sínu og hlutverki EFTA-dómstólsins sem er mjög mikilvægt. En eins og áður hefur komið fram gegndu lög nr. 2/1993, sem tekur meginefni EES-samningsins upp í íslensk lög, veigamiklu hlutverki þegar ákvarðað var hvort skaðabótaábyrgð ríkis hefði nægilega stoð í íslenskum lögum. Túlkun á EES-samningnum var því óhjákvæmileg til að hægt væri að ákvarða hvort skaðabótaábyrgð ríkis hefði nægilega stoð í íslenskum lögum. í þessu sambandi notaði Hæstiréttur rök- stuðning sambærilegan þeim sem fram kernur í áliti EFTA-dómstólsins. Þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar var starfsreglum ábyrgðasjóðs launa ekki breytt fyrr en árið 2003 þegar ný lög um ábyrgðasjóð launa gengu í gildi, þ.e. lög nr. 88/2003. I athugasemdum greinargerðar með frumvarpi til laganna kemur hins vegar fram að sjóðurinn breytti túlkun sinni á lögum um ábyrgða- sjóð launa til samræmis við ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um leið og álitið var birt.29 2.3 Mál E-2/98 Samtök verslunarinnar o.fl.30 Hinn 20. janúar 2000, eða tveimur mánuðum eftir að Hæstiréttur kvað upp dóm í Fagtúnsmálinu og næstum einum mánuði eftir dóminn í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur, kvað Hæstiréttur upp dóm í þriðja málinu þar sem reyndi á spuminguna um áhrif ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins, H 2000 132, Samtök verslunarinnar - Félag íslenskra stórkaupmanna gegn íslenska ríkinu og Lyfjaverðsnefnd, en það var Héraðsdómur Reykjavrkur sem í þessu tilviki óskaði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. Málsatvik voru þau að Samtök verslunarinnar (SV) og Félag íslenskra stór- kaupsmanna (LFIS) höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu (I) og Lyfjaverðsnefnd (L) og kröfðust þess að tiltekin ákvörðun L um hámarksverð lyfja í heildsölu yrði felld úr gildi og dæmd ógild. Akvörðun Lyfjaverðsnefndar fól í sér almenna lækkun á heildsöluverði lyfja með kostnaðarverð kr. 3000 og hærra. Því var meðal annars haldið fram af SV að samkvæmt tilskipun ráðsins 89/105/EBE, frá 21. desember 1998, um gagnsæjar ráðstafanir er varða verð- lagningu lyfja, gæti Lyfjaverðsnefnd einungis aðhafst eftir beiðni af hálfu heildsala en ekki að eigin frumkvæði. 29 Alþt. 2002 -2003, 128. löggjafarþing, þskj. 1055, 649. mál. 30 Mál E-2/98 Samtök verslunarinnar - Félag íslenskra stórkaupmanna, FIS gegn íslenska ríkinu og Lyjjaverðsnefnd. Skýrsla EFTA-dómstólsins 1998, bls. 172. 396
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.